4.2.2015 | 01:42
Hláka -
Mikill gangur er nú (á þriðjudagskvöldi 3. febrúar) í veðurkerfum háloftanna - þau mega varla vera að því að sinna okkur hér í neðri heimum. Hlýindin eru miklu meiri þar efra og loftið því mjög stöðugt. Skilyrði til bylgjumyndunar yfir fjöllum eru með besta móti.
Því fengu margir íbúar á norðanverðu Snæfellsnesi að kynnast í dag (rétt einu sinni), 10-mínútna meðalvindur fór í rúma 30 m/s í Grundarfirði síðdegis. Í kvöld gekk vindur þó heldur niður því hann fór að rigna - og milli kl. 23 og 24 komu 9 mm í sjálfvirka mælinn. Ekki alveg svo óvenjulegt á þeim slóðum - en sjaldgæft í Reykjavík.
Kuldaskil eru rétt um miðnættið að koma inn á land og rjúka austur um í nótt, fara 500 kílómetrana austur um á 6 til 7 klst. Í kjölfar skilanna kólnar lítillega og vindur snýst úr suðri í suðvestur - en enginn tími er til að búa til hefðbundinn útsynning því næsta kerfi vill komast að - með meiri hlýju.
Kortið sýnir stöðuna á miðnætti, að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Úrkoman (lituð) fylgir skilunum. Til að staðsetja þau verðum við að hafa í huga að það sem sést á kortinu er úrkoma undangengnar 6 klukkustundir - hið örmjóa úrkomusvæði þessara skila smyrst út á mun breiðara bil heldur en bakkinn nær yfir á hverjum tíma.
Lægðin djúpa við Labrador fer norður um fyrir vestan Grænland en við fáum bæði hlýjan geira hennar sem og kuldaskil til okkar næstu daga. Hæðin fyrir sunnan land á að styrkjast og jafnvel komast upp fyrir 1045 hPa þegar best lætur eftir nokkra daga. Veðurlag utan í svona sterkum hæðum er með öðru bragði en lægðaveðrið.
Kuldaskilum fylgja oft brot í veðrahvörfunum. Mikið niður- eða uppstreymi fylgir slíkum brotum. Niðurstreymi í tilviki kvöldsins og sést sérlega vel á gervihnattarmynd frá miðnætti. Þetta er svonefnd vatnsgufumynd - tekin á bylgjusviði sem vatnsgufan byrgir sýn til jarðar - ekki bara ský. Á dökkum svæðum sést langt niður í lofthjúpinn - þar sem niðurstreymisloft úr neðsta hluta heiðhvolfs hefur ýtt rakara lofti í efri hluta veðrahvolfs tímabundið til hliðar. Síðan breiðist veðrahvolfsloft aftur yfir.
Hér er örmjó ræma af lágum veðrahvörfum vestan Íslands, rétt vestan kuldaskilanna - en nýtt skýjakerfi ryðst yfir hana úr vestri og er nánast að loka af lítinn sveip suður í hafi. Það er gaman að sjá svona fyrirbrigði - þó þau séu algeng.
Evrópureiknimiðstöðin giskar á hæð veðrahvarfanna í spám sínum. Kortið að neðan sýnir ágiskun fyrir sama tíma og myndin að ofan.
Kortið sýnir stærra svæði en myndin - en við finnum Ísland fljótt með því að bera saman kort og mynd. Bláu svæðin samsvara þeim gráu á myndinni - en dökkbrúnt, fjólublátt og hvítt samsvara dökku svæðunum. Tölurnar sýna þrýstihæð veðrahvarfanna - í hvaða þrýstifleti þeirra er helst að leita. Á bláu svæðunum eru lægri tölur en 240 (hPa). Þar eru veðrahvörfin í meir en 10 km hæð. Á hvíta blettinum vestan við Ísland er talan 870 hPa, niðri í 1200 metrum. - Trúlega eru hin raunverulegu veðrahvörf ofar en þetta - en alla vega neðarlega - nú eða þá brotin.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 78
- Sl. sólarhring: 148
- Sl. viku: 1999
- Frá upphafi: 2412663
Annað
- Innlit í dag: 76
- Innlit sl. viku: 1750
- Gestir í dag: 73
- IP-tölur í dag: 68
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.