Suðvestanátt framundan?

Umhleypingarnir munu víst halda áfram að loknu þessu stutta hléi sem nú stendur (laugardagskvöld 31. janúar). Að sögn reiknimiðstöðva munu þeir þó verða með öðru bragði heldur en hingað til í vetur. Breytingin sést vel á korti evrópureiknimiðstöðvarinnar hér að neðan. 

w-blogg010215a

Kortið sýnir meðalsjávarmálsþrýsting næstu tíu daga og vik frá meðallagi febrúarmánaðar 1981 til 2010. Vikin eru sýnd með litum, rauðu litirnir sýna svæði þar sem þrýstingur er yfir meðallagi, en en þeir bláu svæði þar sem hann er undir því.

Gríðarmikið jákvætt vik á miðju fyrir sunnan land, í því miðju er þrýstingurinn +20 hPa yfir meðallagi. Þetta þýðir að búast má við því að suðvestanátt verði ríkjandi hér á landi - sé að marka spána. Hingað til hefur þrýstingur lengst af verið frekar lágur - en nú á að skipta um. Það verður spennandi að sjá hvort þetta ástand endist lengur - og hvort háþrýstingurinn færist nær okkur en hér er sýnt - eða við lendum aftur í lágþrýstingi. 

Sé þetta rétt munu lægðarmiðjur líklega ganga til norðurs meið vesturströnd Grænlands en senda hvert lægðardragið á fætur öðru til Íslands. Sunnanstrekkingur er á undan lægðardrögunum en vestanhvassviðri á eftir þeim. Við gætum líka lent í hlýjum geirum lægða með suðvestanrigningu og súld - í stað hefðbundinna útsynningsélja - en austanlands yrðu þá margir dagar alveg þurrir að kalla - og margir hlýir.  

Vindur í háloftunum verður gríðarmikill mestallan tímann og hlýtt verður að meðaltali í neðri hluta veðrahvolfs. Niðri við sjávarmál verða hlýindi ekki jafn eindregin og er hita í 850 hPa spáð nærri meðallagi tímabilið allt - en sveiflur þó miklar frá degi til dags. 

Meðalspá er bara meðalspá - veður einstaka daga er oftast allt annað - og þar að auki geta reikningar sem þessir brugðist illa.

En komi umskiptin byrjar lægðagangurinn nýi á þriðjudag.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Semsagt hæðin fyrir sunnan land dælir lægðum og lægðardrögum yfir landið en um leið hlýju lofti sunnan úr hafi og deyfir niður kraftinn í éljaútsynningnum þar sem kalda loftið í kjölfar lægðanna kemst ekki almennilega að fyrir hlýja loftinu sunnan úr hafi sem hefur ekki sömu forsendur til að mynda éljaveður. Einhversstaðar og einhvern tímun mun nú líklega myndast ísing ef þetta verður úrkomudans i kring um frostmarkið!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.2.2015 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 916
  • Sl. sólarhring: 1116
  • Sl. viku: 3306
  • Frá upphafi: 2426338

Annað

  • Innlit í dag: 816
  • Innlit sl. viku: 2972
  • Gestir í dag: 798
  • IP-tölur í dag: 734

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband