Veggurinn Grćnland

Grćnland skýlir Íslandi ađ miklu leyti fyrir árásum lofts frá kanadísku heimskautaeyjunum - ekki ţó alveg alltaf. Í dag (ţriđjudaginn 20. janúar) sást kalt loft falla niđur af jöklinum í mjóum vindstreng sunnan viđ Kulusuk - ef marka má greiningu evrópureiknimiđstöđvarinnar á hádegi. Kortiđ ađ neđan sýnir vind í 100 metra hćđ (yfir líkanlandinu) á hádegi í dag.

w-blogg210115a

Ísland er lengst til hćgri - en yfir fjöllum Austur-Grćnlands er stór blettur ţar sem vindhrađi er allt upp í 36 m/s (dekksti brúni liturinn). Megniđ af loftinu sem ţarna fellur niđur fer trúlega í svokallađ straumstökk - ţađ lyftist upp aftur og fer uppúr ţessu korti. Á smábili nćr vindur ađ haldast yfir 24 m/s langt út á haf og lendir ţar loks í samkrulli viđ eitthvađ fleira. 

Hinn vindstrengurinn á myndinni, sá sem er utan miđlínu á Grćnlandssundi er annars eđlis - ţar ţrengir hlýrra loft úr austri sér ađ kaldara sem kemur ađ norđan svo úr verđur rok eđa ofsaveđur. 

Á ţykktarkortinu ađ neđan sjáum viđ stćrra svćđi - og fallvindurinn ofan af Grćnlandi sést vel - ekki sem vindur heldur sem tunga af köldu lofti.

w-blogg210115b

Heildregnu línurnar sýna ţykktina - en litir hita í 850 hPa. Hér sést veggur Grćnlands mjög vel. Alveg efst í vinstra horni má sjá 4900 metra jafnţykktarlínuna. Kalda loftiđ teygir sig til austurs yfir jökulinn ţar sem vindstrengurinn er á fyrra kortinu. Lágţykktarás er merktur međ lítilli rauđri ör - en ţykktin getur samt ekki talist lág - hún er bara lćgri í ásnum heldur en til beggja handa.

Framrás kuldans sést betur á litunum sem sýna hita í 850 hPa. Ás hans er merkt međ gulu örinni. Viđ sjáum töluna -17 í fjólubláum bletti skammt undan strönd Grćnlands - alvörukuldi. Ţađ er hins vegar lítiđ ađ marka -30 stiga töluna á háhrygg Grćnlands - jökullinn nćr í raun upp fyrir 850 hPa.

Viđ notum tćkifćriđ og tökum eftir ţví ađ ásar kuldans eru ekki á sama stađ. Ţykktin mćlir sem kunnugt er hita í neđri hluta veđrahvolfs - eins konar međaltal neđstu 5 km ţess, en 850 hPa flöturinn er neđar (heldur en ţađ međaltal). Kuldaásinn hallast greinilega - hann er hér sunnar neđantil heldur en ofar. 

Fallvindur ofan af Grćnlandsjökli nefnist piteraq - hungurdiskar hafa oft minnst á hann  og eđli hans áđur. 

Ţessi piteraq gengur fljótt niđur ţví lćgđakerfi nálgast úr suđvestri. Á morgun (miđvikudag) verđur ţađ komiđ langleiđina til Íslands. Kortiđ ađ neđan sýnir spá evrópureiknimiđstöđvarinnar kl. 18.

w-blogg210115c

Ţrátt fyrir ađ ţessi lćgđ sé út af fyrir sig ekkert aumingjaleg, finnst manni ţađ samt ţví ţrýstilínurnar eru ekkert sérlega ţéttar í kringum meginúrkomusvćđi hennar - varla ađ nái stormstyrk. Ţetta er auđvitađ góđ tilbreyting frá ţví sem veriđ hefur. Vanmetum samt ekki veđriđ á ferđum okkar um landiđ. 

En - fyrir vestan Grćnland er mjög kalt. Eins gott ađ veggurinn í vestri skýli okkur vel ţegar lćgđin er komin framhjá. Ţađ á hann líka ađ gera - ađ mestu, en rétt er ađ fylgjast međ baráttu ţyngdar- og flotkrafta viđ Suđaustur-Grćnland nćstu daga. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Enn aftur er ártaliđ ađ flćkjast fyrir ţér á veđurkorti, Trausti. wink

Geturđu sent mér ársmeđaltallista fyrir Stórhöfđa/Vestmannaeyjar áriđ 2013 og 2014?

http://www.vedur.is/Medaltalstoflur-txt/Stod_815_Storhofdi.ManMedal.txt

Og líka mánađarmeđaltalslista?

http://www.vedur.is/Medaltalstoflur-txt/Stod_815_Storhofdi.ManMedal.txt

palmifreyroskarsson@gmail.com

Pálmi Freyr Óskarsson, 21.1.2015 kl. 02:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1101
  • Sl. sólarhring: 1110
  • Sl. viku: 3491
  • Frá upphafi: 2426523

Annađ

  • Innlit í dag: 986
  • Innlit sl. viku: 3142
  • Gestir í dag: 953
  • IP-tölur í dag: 882

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband