19.1.2015 | 01:28
Um háan ársmeðalhita
Hitinn á árinu 2014 var sá næsthæsti í Reykjavík og á Akureyri síðan samfelldar mælingar hófust á þessum stöðum á síðari hluta 19. aldar. Veðurstofan hefur enn ekki birt endanlegar niðurstöður en þær hljóta að birtast alveg á næstunni. Ljóst er þó að árið er það hlýjasta frá upphafi mælinga víða um norðan- og austanvert landið, mælinga sem staðið hafa í meir en 140 ár samfellt.
Ritstjóri hungurdiska reiknar líka landsmeðalhita í byggðum landsins sér til gamans. Um áreiðanleika þeirrar leikfimi fullyrðir hann ekki neitt. Árið 2014 reynist vera hið hlýjasta frá upphafi samsuðunnar, 0,02 stigum hlýrra en árið 2003 sem var það næsthlýjasta. En þar sem ritstjórinn telur sig hófsaman mann (eða þannig) vill hann síður að þessi merki áfangi sé kynntur með einhverjum lúðrablæstri og látum. Jú, þetta er merkilegt út af fyrir sig - en fyrst og fremst þannig að enn eitt afburðahlýtt ár hafi nú bæst við öll hin á þessari nýju öld.
Eftir hver áramót þegar tölur hafa borist reiknar ritstjóri hungurdiska út þykktarhita landsins (líka sér til gamans). Mjög gott samband er nefnilega á milli 500/1000 hPa-þykktarinnar og hita á veðurstöðvum - m.a. í Reykjavík. Fyrst árið 2014 var svona hlýtt er eðlilegt að spurt sé hvernig þykktarhitinn hafi staðið sig.
Það sýnir myndin hér að neðan.
Reikningarnir ná yfir háloftaathuganatímabilið 1949 til 2014. Fylgnistuðull milli þykktar og hita á þessu tímabili er um 0,9. Mæld gildi eru á lóðréttum ás myndarinnar, en áætluð á þeim lárétta. Hæstur varð meðalhitinn árið 2003 (6,06 stig) og nærri því jafnhár árið 2014 (5,99 stig). Þessi ár liggja nánast hlið við hlið enda var meðalþykkt áranna mjög svipuð. Þykktin hefur hins vegar nokkrum sinnum verið meiri en nú, langmest árið afbrigðilega, 2010, en þá var ársmeðalhiti í Reykjavík sjónarmun lægri en nú (5,90 stig). Við sjáum líka að þykktin (og þar með þykktarhitinn) var einnig sjónarmun hærri en nú árin 2008 og 2009 - þótt þau ár reyndust lítillega kaldari.
Mismunur reiknaðra og mældra gilda nefnist leif. Hún er mjög misjöfn frá ári til árs. Þegar ár lendir neðan línunnar hefur hitinn verið lægri en þykktin bendir til, þannig var það 2010 - þykktarhitinn var þá 6,15 stig - leifin var -0,09 stig, hann var hins vegar ekki nema 5,32 stig 2014 - leifin er +0,67 stig. Þetta er reyndar stærsta jákvæða leif alls tímabilsins.
Áður en við förum að hrópa eitthvað út af því skulum við muna að þykktarmælinröðin (fengin úr nokkuð ósamstæðum veðurlíkönum) er ekki eins nákvæm og mælingin á stöðinni. Auk þess er þykktin reiknuð yfir miðju landi (65°N, 20°V) og af þeim ástæðum myndast einnig suð í röðinni sem reyndar mætti með lagni leiðrétta fyrir - því við eigum þykktarbrattann líka. Við eigum ekkert við þá leiðréttingu í bili.
En lítum nú á þróun þykktarleifarinnar síðan 1949. Einstök ár eru sýnd með súlum - en 7-ára keðjumeðaltal með rauðri strikalínu.
Við munum auðvitað að ákveðið var í upphafi að leifin skyldi vera núll yfir tímabilið allt. Hefðum við valið annað tímabil hefðu tölur hnikast til.
Þykktarleifin nær (jákvæðu) hámarki snemma á tímabilinu en verður síðan neikvæð á hafísárunum 1965 til 1971, minnkar síðan aftur, en hefur svo verið óvenjumikil, og jákvæð, síðustu 7 ár tímabilsins (2008 til 2014).
Hvers vegna er þykktarleif mismunandi? Á því geta verið ýmsar skýringar. Fyrst þær sem nefndar voru hér að ofan: i) liggur í gallaðri þykktarröð, ii) að mismunandi bratti þykktarsviðsins milli Reykjavíkur og viðmiðunarpunktsins valdi.
Tvær aðrar verður að nefna sérstaklega: iii) Breytingar geta orðið á stöðinni eða staðsetningu hennar líklegt má telja að ef Reykjavík hefur vegna þéttbýlisáhrifa hlýnað meira en dæmigert er á stærra svæði myndi slíkt sýna sig sem vaxandi þykktarleif. iv) Stöðugleiki neðsta hluta veðrahvolfs er breytilegur. Mikill og stöðugur sjávarkuldi nú eða óvenju mikil bjartviðri á vetrum gætu t.d. valdið því að samband þykktar og hita raskaðist hiti væri lægri við yfirborð heldur en þykktin ein getur séð. Við getum þá sagt að kuldinn sé grunnur. Sé þykktarleifin jákvæð hefur hlýnað meira við yfirborð heldur en almennt í neðri hluta veðrahvolfs.
Á þessu langa (66-ára) skeiði vitum við um hafísárin sem mögulegt tímabil með lágum sjávarhita í kringum landið og sjávarkuldi gæti verið ábyrgur fyrir neikvæðri þykktarleif þess tíma það mætti segja meira um það síðar. Kuldinn um 1980 hlýtur að hafa verið djúpur orðinn til þar sem kalt loft streymir út yfir hlýjan sjó þannig að þykktin hefur verið í góðu sambandi við hita í neðstu lögum. Hin stóra jákvæða þykktarleif síðustu ára hver er skýring hennar?
Meðan við höfum ekki fjallað um leif á fleiri stöðvum getum við ekki útlokað skýringu iii) hér að ofan að of mikið hafi hlýnað í Reykjavík vegna þéttbýlisáhrifa eða annarra staðbundinna breytinga sem tengdar eru mælingunum. Óhætt er að upplýsa að ekkert bendir til þess að þetta sé skýringin.
Hið góða samband hita og þykktar segir okkur að þrátt allt skýra breytingar á þykkt yfir 65°N og 20°V stóran hluta af breytileika hitans í Reykjavík frá ári til árs.
Fleira þessu nátengt liggur í pokahorni ritstjórans - en ætli hann liggi ekki á því í bili.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 8
- Sl. sólarhring: 1114
- Sl. viku: 2679
- Frá upphafi: 2426536
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 2384
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þó að árið 2014 hafi átt að hafa verið sérlega hlýtt, fannst mér það ekkert sérlega hlýtt síðastliðið ár, sérstaklega yfir sumartímann.
Sumarið hér s/v-lands fannst mér svalt og sólarlítið enda vætusamt, og hitinn fór sjaldan yfir 13 stig, og aldrei yfir 20 stig.
Hæsti hiti sumarsins var ekki nema 23 stig, norður á Húsavík, en sumarhiti hér á landi hefur oft farið hærra en þetta.
En bloggvinur þinn, Emil Hannes Valgeirsson, útskýrir þetta þó nokkuð vel í einni af bloggfærslum sínum nú í byrjun ársins.
Það er hinsvegar spurning hvort að ekki ætti að taka upp hér á landi svokallaðan upplifaðan hita (feels like temperature) líkt og víða er gert erlendis, t.d. á Yahoo! Weather, sem og á mörgum öðrum erlendum veðurfréttastofum?
Ö. Jónasson (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 08:38
Tek undir með síðasta ræðumanni. Veðrið í fyrra var ekki hlýtt þótt tölfræðin mæri það. Hlýindin voru þegar enginn hafði þörf fyrir þau, þ.e. í jan/feb og nóv. en hásumarið var einkar dapurt, amk hér sunnan heiða.
Annað. Af hverju er nær hitinn á grafinu (neðstu myndinni) hærra 2014 en hún nær 2003, sem var jú hlýjasta árið. Óskhyggja?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 09:35
Það er ekki hiti sem er sýndur á neðri myndinni heldur leifin. Það hefur á tímabilinu aldrri munað meiru á þykktarhitanum og þeim mælda - þykktarhitinn árið 2014 var 5,32 stig en 5,99 stig á mælum - eins og stendur í textanum. Leifin hefur verið mikil fjögur ár í röð. Þetta má sjá á 2010 - þá er leifin neikvæð - eins og líka bent er á í textanum.
Trausti Jónsson, 19.1.2015 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.