Í norđaustanátt

Veđur er aldrei alveg tíđindalaust - og í ţetta sinn ekki heldur, en samt hlutfallslega tíđindaminna heldur en ađ undanfarna daga. Viđ notum ţví tćkifćriđ til ađ líta á óvenjulegt veđurkort (nóg er af ţeim).

Heildregnu línurnar sýna reyndar sjávarmálsţrýstinginn - langlífasta veđurţátt veđurkortasögunnar (og ekki ađ ástćđulausu), svo má einnig sjá hefđbundnar vindörvar í 700 hPa-fletinum. Sá flötur er á seinni árum ekki mikiđ uppi á borđum hérlendis - en lifir enn góđu lífi í daglegum störfum veđurfrćđinga ţar sem skúra- og éljagarđar ráđa illviđrum - svosem víđa í Ameríku.

Litirnir eiga einnig viđ 700 hPa-flötinn og sýna upp- og niđurstreymi.

w-blogg130115a

Kortiđ gildir kl. 15 ţriđjudaginn 13. janúar. Til upplýsingar er hér settur inn skýringartexti beint úr handriti ritstjórans ađ hinu merka riti Kortafyllerí (ritstjórinn er sem kunnugt er stöđugt á slíku fylleríi og búinn ađ vera ţađ síđan haustiđ 1961):

„Litakvarđi sýnir lóđrétta hreyfingu lofts. Mínustölur (bláar) tákna uppstreymi, en gult, brúnt og rautt sýnir niđurstreymi. Mćlieiningin er Paskal á sekúndu. Talan 10 er ekki fjarri uppstreymishrađanum 1 m/s.

Lóđréttar hreyfingar stafa ýmist af áhrifum fjalla eđa ţađ á sér stađ sökum úrstreymis ofan uppstreymisins (eđa ístreymis neđan ţess). Uppstreymi er áveđurs fjalla, en niđurstreymi hlémegin. Sé stöđugleiki loftsins „hagstćđur“ getur lóđrétt bylgjuhreyfing haldiđ áfram langt handan fjallgarđs.

Í neđsta hluta veđrahvolfs er streymi viđ eđa yfir fjöll ađalástćđa lóđréttra hreyfinga. Í lćgđakerfum er ístreymi taliđ ríkjandi í neđstu lögum (negatívt úrstreymi) en úrstreymi efst í kerfinu. Einhvers stađar á milli sé úrstreymiđ ţví núll.

Í raun og veru er um mikla einföldun ađ rćđa en hún veldur ţví samt ađ algengt er ađ setja upplýsingar um (reiknađ) uppstreymi á 700 hPa kort (í um 3 km hćđ yfir sjávarmáli). Eftir ţví er fariđ hér. Stundum er talađ um uppstreymi sem lóđréttan vind. Sé ţađ gert er mćlieiningin m/s eđa jafnvel cm/s. Hreyfing upp á viđ er ţá jákvćđ. Einnig er algengt ađ reikna hversu lengi loft er á leiđ upp frá einum ţrýstifleti til annars – uppstreymiđ er ţá í átt til lćgri ţrýstings og ţar međ ber ţađ međ sér mínusmerki. Hér er auđvelt ađ ruglast í ríminu.“

Á kortinu ađ ofan eru fjallaáhrif mjög áberandi bćđi yfir Íslandi sem og Norđaustur- Grćnlandi. Flestar löngu og mjóu dökkbláu línurnar (sem ekki tengjast fjöllum) á kortinu tengjast éljagörđum.

Á ţessu korti má sjá báđar lćgđirnar sem fjallađ var í pistli gćrdagsins. Önnur er enn fyrir sunnan land (tvćr miđjur merktar á kortiđ) en hin er lengst uppi í hćgra horni - enn um 948 hPa í miđju. Sú lćgđ hreyfist nćst til vesturs og til suđvesturs í átt til Íslands - en grynnist jafnframt. Ekki er enn ljóst hvort illviđri fylgir henni hér á landi á fimmtudaginn (15. janúar). 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 61
  • Sl. sólarhring: 322
  • Sl. viku: 2303
  • Frá upphafi: 2348530

Annađ

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 2019
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband