12.1.2015 | 00:18
Hlý lægð - og önnur ekki svo hlý
Spákort morgundagsins sýnir tvær lægðir sem hafast ólíkt að. Önnur er í æði við Færeyjar, en hin í rólegheitum sunnan við land.
Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar, hæð, vind og hita í 500 hPa-fletinum um hádegi á morgun (mánudaginn 12. janúar). Flöturinn er nálægt 5 km yfir sjávarmáli. Ísland er nærri miðri mynd. Lægðin sem er fyrir sunnan land er mun kaldari heldur en sú við Færeyjar. Litirnir sýna hitann. Hann er hæstur um -27 stig norður af Færeyjum - ljósari blái liturinn í lægðinni fyrir sunnan land sýnir hita á bilinu -36 til -38 stig. Fjólublái liturinn neðst á kortinu (og yfir Grænlandsjökli) sýnir meir en -42 stiga frost - og aðeins sést í -44 stig í neðra horni til vinstri.
Nú kemur erfiður kafli (þrjár málsgreinar) sem hraðlæsir ættu bara að sleppa.
Við sjávarmál er Færeyjalægðin um 940 hPa við sjávarmál - en í hinni er þrýstingur í miðju í kringum 960 hPa. Það munar 20 hPa (160 metrar). Í miðri Færeyjalægðinni er hæð 500 hPa-flatarins ekki nema 4830 metrar - en um 4850 í kaldari lægðinni - ekki munar nema 20 metrum - sem skilar sér ekki nema í 2 til 3 hPa við sjávarmál. Við skulum ekki þvæla málið frekar - en ákafir lesendur geta reynt að skýra dýptarmuninn með hlýrri kjarna í Færeyjalægðinni og fengið út svar - [hver var spurningin annars]?
Hlýr kjarni í lægð bætir í vind í neðri lögum (og þar með við sjávarmál) miðað við vindinn í 500 hPa þá er vindur því meiri neðar - hér mun hann vera mestur í kringum 850 hPa - um 50 m/s í Færeyjalægðinni. Í 500 hPa er hann mestur um 30 m/s. Hlýi kjarninn bætir við um 20 m/s. Lágröst verður til.
Þótt hitasviðið sé flatneskjulegt í kaldari lægðinni er samt nokkru kaldara sunnan við hana heldur en er næst lægðarmiðjunni, það munar um 6 stigum. Það má því segja að þessi lægð búi líka yfir hlýjum kjarna - alla vega miðað við það sem sunnar er. Það sést ekki mjög vel á myndinni (nema rýna í hana) að mestur vindur sunnan við þessa lægð er rúmlega 20 m/s - í 850 hPa er hann hins vegar um 35 m/s. Hér er sum sé líka lágröst á ferðinni, hitamunurinn bætir í vindinn.
Vindur 100 m yfir sjávarmáli er sýndur á næsta korti - það gildir á sama tíma og hið fyrra - um hádegi á mánudag (12. janúar).
Litirnir sýna vindhraðann, en örvar stefnu hans. Hér sjást báðar rastirnar vel, sú sem er fyrir sunnan Færeyjalægðina er öflugri þar er vindur í 100 metra hæð yfir sjó um 38 m/s þar sem mest er. Vonandi að Færeyingar hafi sloppið við hana og vonandi að hún fari framhjá Vestur-Noregi líka.
Í hinni röstinni - suður af kaldari lægðinni er vindhraðinn mestur rúmlega 30 m/s. Tölur í litlum kössum sýna hviður.
Nú, svo er þarna ein röst í viðbót - milli Grænlands og Íslands - ekki óvenjulegt það. Þar er vindur í 500 hPa mestur um 15 m/s, en er í 100 metra hæð yfir 30 m/s. Í þessari röst er vindur mestur í 925 hPa-fletinum, um 40 m/s.
Svo er það síðasta kort dagsins. Það gildir enn á sama tíma, kl. 12 á hádegi mánudaginn 12. janúar.
Hér sést loks miklu stærra svæði. Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsþrýsting, vindörvar vind í 700 hPa (já), en litirnir þykktarbreytingu síðustu 12 klst. Hér sést vel hvernig veðurkerfin hnika lofti til. Það aðallega Færeyjalægðin sem stendur í slíku - kuldaskilin eru yfir sunnanverðu Englandi - og kalt loft úr vestri sækir af afli til austurs fyrir sunnan lægðarmiðjuna. Það hefur kólnað um 270 metra (13 stig) síðustu 12 tíma í dekksta bláa litnum vestur af Skotlandi - yfir mjög hlýjum sjó svo éljagangurinn ætti að vera í góðum gír. Hin lægðin tekur þátt - en hvergi er hlýnandi í námunda við hana.
Færeyjalægðin á nú að fara stóran hring um Noregshaf og grynnast - séu spár teknar trúanlegar kemur hún að landinu úr norðaustri á fimmtudaginn og veldur leiðindaveðri - en það er önnur saga - og efni í annan pistil ef að því kemur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 268
- Sl. sólarhring: 395
- Sl. viku: 2566
- Frá upphafi: 2414230
Annað
- Innlit í dag: 248
- Innlit sl. viku: 2363
- Gestir í dag: 244
- IP-tölur í dag: 241
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.