Miklar stađbundnar hitasveiflur

Í dag (föstudaginn 2. janúar) hagađi ţannig til ađ éljaloft var úti fyrir ströndum landsins en víđa bjart veđur inni á landi. Í heiđríkju sem ţessari mynduđust víđa svćsin hitahvörf - ţunnt lag af mjög köldu lofti sem svo streymir í átt til sjávar. Ţar sem brattlent verđa hitahvörfin óljósari - ţyngdarafliđ sér um ađ koma loftinu á skriđ niđur í móti og viđ ţađ vill kuldinn blandast hlýrra lofti ofan viđ. 

Ţar sem sléttur eru í landi og kalt loft yfir ţeim er á leiđ til sjávar verđur oft furđukalt - alveg niđur ađ sjó. Ţetta ţekkja menn víđa viđ suđurströndina, t.d. á Eyrarbakka, í Ţykkvabć og austur í Álftaveri, svo einhverjir stađir séu nefndir.

Um leiđ og ţetta kalda loft kemur út yfir til ţess ađ gera hlýjan sjó blandast loft neđan hitahvarfanna greiđlega upp og ţau eyđast. Ţegar ţrýstifari er ţannig hagađ ađ ţrýstivindur liggur nokkuđ samsíđa ströndinni geta minniháttar sveiflur í vindátt og styrk valdiđ miklum sveiflum í hita - stöđin er ţá ýmist inni í sjávar- eđa landlofti. 

Nokkuđ bar á ţessu vestanlands og sunnan í dag. Dćmi um ţetta má sjá í viđhenginu - en ţađ sýnir hita á Eyrarbakka á 10-mínútna fresti frá áramótum. Áhugasamir ćttu ađ fara í gegnum ţađ - fyrir utan hitann má gaumgćfa rakastigiđ - frekar óvćnt gćti virst ađ rakastigiđ er hćrra í kalda landloftinu heldur en ţví hlýja frá sjónum. 

Stöđug skipti milli 1 til 2 stiga hita og 6 til 8 stiga frosts eins og á Eyrarbakka í kvöld eru skemmtileg - en ađeins ađ vissu marki - ţví aldrei er ađ vita hvernig hálkan ţróast viđ ţessi skilyrđi - og ísing á bílrúđum. Já, margt ţarf ađ varast á vetri. 

Hitamyndin hér ađ neđan er af vef Veđurstofunnar. Ţađ sem kaldast er (háreistir éljaklakkar) eru hvítastir en hlýjast er bútur af Nýja-Holuhrauni - kolsvartur. 

w-vefur-150102_2139

Miklar hitasveiflur urđu viđar en á Eyrarbakka - međ ţeim má fylgjast á vef Veđurstofunnar - bćđi í tölum og á línuritum

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég upplifđi á skemmtilegan hátt ţetta, sem ţú lýsir,í dag. Hef beđiđ fćris á ađ gangsetja Subaru fornbíl, sem ég er međ á Selfossi, og fór ekki í gang fyrir 3 vikum ţegar snjó hafđi skafiđ inn í vélarrrúmiđ, síđan komiđ mikill raki og skolliđ á hörkufrost.

Leist ekkert á úrkomuspána fyrir nćstu daga og sá rétt fyrir hádegi, ađ ţađ var 2ja stiga hiti á Eyrarbakka en spáđ 4ra stiga frosti klukkan 18:00 og augljóst ađ kalt loft úr uppsveitunum var á leiđ niđur ađ sjó.

Fór í kapp viđ ţetta og tapađi, - ţađ var komiđ fimm stiga frost á Selfossi ţegar ég kom austur klukkan tvö. Bíllinn hrökk samt i gang á fyrsta snúningi og ferđin bar árangur eftir allt.  

Á leiđinni til baka var athyglisvert ađ sjá hve mun kaldara var í austustu byggđum Reykjavíkur en vestar í bćnum. 

Ómar Ragnarsson, 3.1.2015 kl. 21:28

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţakka ţér fyrir Ómar - hollt ađ heyra reynslusögur úr veđrinu.

Trausti Jónsson, 4.1.2015 kl. 01:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 427
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband