2.1.2015 | 01:43
Eitt hlýjasta ár frá upphafi mælinga
Eins og fram hefur komið á vef Veðurstofunnar (og fjasbókarsíðu hungurdiska) var árið 2014 í flokki þeirra allra hlýjustu. Það er í öðru sæti í Reykjavík og á Akureyri og á nokkrum stöðvum um landið norðan- og austanvert er það í fyrsta sæti (uppgjöri ekki alveg lokið). Á landinu í heild er það líka alveg við toppsæti.
Lengsta samfellda mæliröðin sem við eigum er úr Stykkishólmi, þar hafa mælingar staðið nánast samfellt frá hausti 1845 til okkar daga. Með hjálp mælinga annars staðar á landinu hefur verið giskað á ársmeðalhitann þar allt aftur til 1798 -. Þótt sú framlenging hafi hlotið blessun í ritrýndu tímariti er hún samt ekki eins áreiðanleg og mælingarnar á staðnum sjálfum - höfum það rækilega í huga.
Meðalhiti ársins 2014 í Stykkishólmi er í 2. til 3. sæti á hlýindalista mæliskeiðsins alls. Endanleg tala er 5,33 stig. Meðalhiti ársins 2010 var 5,35 stig (reyndar 5,349 stig) og telst jafn hita ársins í ár - en árið 2003 var meðalhitinn 5,41 stig - sjónarmun hærri en nú.
Við lítum á línurit sem sýnir þetta.
Lárétti kvarðinn sýnir árin, en sá lóðrétti ársmeðalhitann. Súlurnar sýna hita einstakra ára, en rauða línan sýnir 10-ára meðaltöl. Hlýskeið 21. aldar stendur enn og er greinilega hlýrra heldur en hlýskeiðið fyrir miðja 20. öld. Það er 1941 sem var hlýjast ára á því hlýskeiði í Stykkishólmi.
Það sem einkennir núverandi hlýskeið - fyrir utan háan hita - er það hversu árin eru jafnhlý. Breytileikinn frá ári til árs nú er talsvert minni en hann hefur áður verið.
Þegar litið er yfir tímabilið allt má greinilega sjá umtalsverða hlýnun, hún reiknast nærri 0,8 stig á öld. - Það fríar okkur þó ekki frá þeim næsta örugga möguleika að köld ár bíði okkar í framtíðinni - við getum ekki byggt spár á leitninni einni saman. Svo vill þó til að svo virðist sem skýra megi að minnsta kosti hluta hennar - með auknum gróðurhúsaáhrifum - hnattrænni hlýnun.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 605
- Sl. sólarhring: 715
- Sl. viku: 1687
- Frá upphafi: 2456844
Annað
- Innlit í dag: 575
- Innlit sl. viku: 1551
- Gestir í dag: 569
- IP-tölur í dag: 556
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Má ekki fara búast við kólnum á Norðurslóðum líkt og upp úr 1965, nú þegar PDO er í kólnunarfasa og AMO sennilega að toppa sig 2015?
Hermundur Sigurdsson (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.