Skammvinn hláka

Laugardagslćgđin (20. desember) fćrir okkur skammvinna hláku - eins og flestir fyrirrennarar hennar í ţessum heldur ţreytandi desembermánuđi sem fáir fagna nema skíđamenn (ritstjórinn reynir af (mjög) veikum mćtti ađ gleđjast međ ţeim).

Annars komst hiti yfir frostmark á 91 stöđ í byggđ í dag (föstudaginn 19.). Á mörgum stöđvanna gerđist ţađ ţegar skammvinnur en nokkuđ snarpur norđanstrengur barst til suđurs yfir landiđ. Vindurinn braut víđa upp lágskreiđ hitahvörf og hreinsađi til - en um leiđ og aftur lćgđi frysti ađ sjálfsögđu aftur. Ritstjórinn varđ áţreifanlega var viđ „hlýindin“ á sinni vegferđ ţví ţau - samfara skafrenningi - mynduđu skelfilega hálku á vegi - ađstćđur sem erfitt var ađ sjá fyrir (meira ađ segja fyrir ritstjórann) - en urđu ískyggilega sjálfsagt mál á stađnum. Eins gott ađ fara varlega. 

En lítum á ţykktarspá evrópureiknimiđstöđvarinnar fyrir laugardagssíđdegi kl. 18.

w-blogg201214a

Jafnţykktarlínur eru heildregnar. Ţykktin er hér meiri en 5340 metrar yfir mestöllu Vesturlandi - ţađ tryggir hláku ţar sem vindur blćs. Litirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum í um 1200 metra hćđ yfir sjávarmáli. Guli liturinn sýnir hita yfir frostmarki.

Ţessi hlýindi fjúka til austurs og viđ lendum enn og aftur inni í köldu lofti af vestrćnum uppruna og hann frystir aftur um leiđ og vindur gengur niđur. Úti á Grćnlandssundi bíđur svo norđaustanáttin enn og aftur fćris. - Annars virđist sem ţessi lćgđ sé ekki alveg jafn illvíg og nokkrar ţćr síđustu - ţrátt fyrir ţađ verđur ađ taka hana alvarlega ţegar ferđalög eru skipulögđ - jú, svo má auđvitađ huga ađ niđurföllum og slíku - ekki viljum viđ fá einhver flóđ í hausinn - ţađ ţarf oft lítiđ til ţótt hlákan sé stutt. 

Síđan stefnir í ákveđna breytingu í veđri - eđa alla vega millispil. Viđ fáum vonandi tćkifćri til ađ líta á ţađ síđar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 39
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 2486
  • Frá upphafi: 2434596

Annađ

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 2208
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband