Rólegt á norðurslóðum

Meðan við sitjum hér í stöðugu skítkasti, ýmist úr vestri eða af norðri er furðurólegt á norðurslóðum - yfir Norðuríshafi og þar um kring. Kortið hér að neðan sýnir spá bandarísku veðurstofunnar um sjávarmálsþrýsting og vind á fimmtudaginn (18. desember).

w-blogg171214a

Það tekur lesendur e.t.v. andartak að átta sig. Norðurskautið er nærri miðju, Ísland alveg neðst á myndinni og kortið breiðist yfir nærri því allt Norðuríshafið. Jafnþrýstilínur við sjávarmál eru heildregnar en vindur er sýndur með litum, vindstefna með örvum. Litakvarðinn batnar sé kortið stækkað. Við sjáum að eina verulega illviðrið á kortinu tengist lægðinni við Ísland - miklar þrengingar eru þar sem hlýtt loft úr austri rekst á kalt loft við Grænlandsströnd með þeim afleiðingum að til verður ofsaveður í kalda loftinu meðfram Grænlandi. - Annars er ástandið frekar rólegt miðað við það sem oft er á þessum slóðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gerðist fyrir nokkrum dögum, spámaður í minni heimasveit og taldi að kalda loftið og rólega færi að þokast hingað um jól og áramót en lægðadruslurnar myndu spýtast fyrir sunnan land og yfir Bretlandseyjar.

Einhverjar líkur á þessu?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 15:19

2 identicon

vað er eiginlega að gerast með þetta veður hér á landi?

Við fengum slakt sumar, vætusamt og sólarlítið og hita sjaldan yfir 13 gráður annað árið í röð, og svo fáum við versta vetrarveður á norðurhveli Jarðar með kulda, mikilli snjókomu og hvassviðri.

Norðlægar áttir og suð-vestlægar áttir berjast hatramlega um yfirráðin hér á landi líkt og um væri að ræða Talíbana að berjast við Al-Qaeda um yfirráð yfir einhverju ákveðnu landsvæði.

Á meðan fá Evrópubúar allt til Rússlands og Finnlands vorblíðu eftir met-sumar með löngu sólríku og hlýju sumri annað árið í röð.

Auðunn Guðmunds (IP-tala skráð) 17.12.2014 kl. 19:46

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Jú, jú, Bjarni - spá þín er ekkert verri en hver önnur. Það er eins og breytingar liggi í loftinu milli jóla og nýjárs - en hvort þær verða - eða til bóta eða bölvunar veit enginn enn.

Auðunn. Sé flett i fortíðinni koma í ljós mörg tilvik þess að leiðindi fylgi leiðindum og blíða blíðu. Sögðu gamlir menn að langviðrasamt væri á Íslandi.

Trausti Jónsson, 17.12.2014 kl. 19:52

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það sem einum finnst slæmt sumar finnst öðrum gott. Ég þarf að fletta mörg ár aftur í tímann til að finna jafn gott sumar hér fyrir Austan, líkt og síðasta sumar. Karl faðir minn var ávallt sendur í sveit í stuttbuxum í Flóann og kom aftur í þeim í lok sumars. Svona 2006-7 veður á SV-horninu fyrir okkar kynslóð, en á meðan það er kemur ekki sumar á Austfjörðum.

Fyrir okkur Austlendinga er, að öllu jöfnu, mjög ánægjulegt þegar góð og myndarleg hæð liggur yfir Bretlanseyjum, á móti þá fær SV hornið sinn skammt á meðan.

Dauðalognið boðar aldrei gott og ekki heldur þessi norðan garri, sem er rétt brotinn upp með snöggum SA-SV áhlaupum, sá skratti hugnast mér alls ekki.

Sindri Karl Sigurðsson, 17.12.2014 kl. 23:51

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Nú er erfið tíð um mestallt land - sjálfsagt má þó finna staði þar sem menn eru ánægðir - og örugglega eru einhverjir ánægðir - smekkur er misjafn. Mér hefði þótt þetta fínt á unglingsárunum.  

Trausti Jónsson, 18.12.2014 kl. 00:22

6 identicon

Þannig að við eigum von á leiðindavertri, köldum og snjóþungum og síðan sumri með endalausum rigningum á meðan þau í Evrópu munu baða sig í blíðviðrinu næstu misserin, Trausti.

Sem sagt, við eigum ekki von á góðu hvað veðráttu varðar?

Auðun Guðmunds (IP-tala skráð) 18.12.2014 kl. 00:25

7 Smámynd: Trausti Jónsson

Það er ekki þar með sagt - veðurlagsskipti verða oft mjög skyndilega. En spilavítið veðjar alltaf á óbreytt veðurlag - og græðir. Það er sagt að líkurnar á óbreyttu séu yfirleitt 40 prósent, en bara 30 til hvorrar hliðar.

Trausti Jónsson, 18.12.2014 kl. 00:32

8 identicon

Sem sagt, við höfum tapað í loftlagshappdrættinu, við fáum vond sumur og slæma og snjóþunga vetur, á meðan þeir á meginldi Evrópu baða sig í hverju met góðviðrissumrinu á fætur öðru og vetur sem minna á vorblíðu?

Hmmmm, ég fer að efast að Global Warming sé að blessa okkur hér á Klakanum.

Auðunn Guðmunds (IP-tala skráð) 18.12.2014 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 92
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 1057
  • Frá upphafi: 2420941

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 933
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 82

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband