Gefið í næstu bylgju

Enginn friður fyrir veðri (frekar en venjulega). Næsta bylgja að vestan kemur að landinu strax á þriðjudaginn. Það er eins með þessa og sumar þær fyrri að henni er boðið upp á ígjöf að sunnan - hlýtt og rakt loft. Staðan sést vel á 300 hPa spákorti evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir um hádegi á þriðjudag. 

w-blogg151214a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar (við erum nærri 9 km hæð frá sjávarmáli). Vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum, en auk þess eru mestu rastirnar sýndar í litum - sé vindur í þeim meiri en 40 m/s. Kvarðinn batnar sé kortið stækkað. 

Þegar gengur saman kalt loft úr vestri (blá ör) og hlýtt úr suðvestri (rauða örin) eins og hér má sjá er alltaf spurning hvort hlýja loftið hittir beint í kuldann - eða fer á mis við það. Þótt niðurstaða reiknimiðstöðva varðandi þessa ákveðnu bylgju sé trúlega orðin nokkuð rétt - má vel sjá hver ástæða óvissu spáa síðustu daga um þessa bylgju hefur verið. 

Við biðjum lesendur auðvitað um að fylgjast vel með spám Veðurstofunnar - en bylgja þessi á að ráða veðrinu hér á landi frá þriðjudegi til fimmtudags - og e.t.v. lengur. En ætli þá verði röðin ekki komin að þeirri þarnæstu. Hún er varla orðin til þegar þetta er skrifað.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 96
  • Sl. sólarhring: 240
  • Sl. viku: 1061
  • Frá upphafi: 2420945

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 937
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 86

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband