Hæðarhryggur - í einn dag (náðarsamlegast)

Helgarlægðin er hraðfara og norðanveðrið að mestu gengið niður á mánudagskvöld - fyrr á Vesturlandi - þar ætti allur mánudagurinn að vera nokkuð góður. Í kjölfarið fylgir ágætur hæðarhryggur. Hann stendur líka stutt við og næsta lægð fer að plaga okkur. Hún leggst eitthvað misjafnt í reiknimiðstöðvar - og ekki alveg gott að ráða í málið. En staðan á miðnætti á mánudagskvöld virðist skýr og kemur vel fram á kortinu hér að neðan.

w-blogg141214a

Það er evrópureiknimiðstöðin sem reiknar. Helgarlægðin komin austur til Noregs og grynnist þar - en veldur leiðindaveðri á stórum hluta vesturstrandarinnar þar, allt frá Jaðri og norður á Lófót - og líka á heiðum og hálendi. Hæðarhryggurinn er hér yfir landinu - en næsta lægð nálgast hratt og fer að sýna sig í vaxandi suðaustanátt fyrir morgun á þriðjudag. Vonandi fer hún um okkur mildari höndum en þær síðustu - en það kemur væntanlega í ljós von bráðar. 

Hætt er við að aðfaranótt þriðjudagsins verði mjög köld - og e.t.v. mánudagurinn líka (sólin er afskiptalaus og dægurlágmörk geta rétt eins mælst um miðjan dag). En kuldatungan frá Norðaustur-Grænlandi er mjóslegin og stendur ekki lengi við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 32
 • Sl. sólarhring: 83
 • Sl. viku: 1500
 • Frá upphafi: 2356105

Annað

 • Innlit í dag: 32
 • Innlit sl. viku: 1405
 • Gestir í dag: 32
 • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband