12.12.2014 | 01:09
Hraðfara helgarlægð
Lægð sem nú er vestan Grænlands á að fara yfir jökulinn á aðfaranótt laugardags (13. desember). Hún á síðan að dýpka mikið á leið til austurs yfir landið og í kjölfarið fylgir skammvinnt norðanáhlaup. Spár gera ráð fyrir talsverðri snjókomu á laugardag - en þó mismikilli. Þegar hvessir á aðfaranótt sunnudags verður því efni í mikið kóf víða um land.
Þeir sem ferðast þurfa milli landshluta ættu að gefa spám Veðurstofunnar gaum - því eins og venjulega spáir ritstjóri hungurdiska engu - veltir sér hins vegar upp úr spám annarra.
Við lítum á tvö kort úr safni evrópureiknimiðstöðvarinnar. Það fyrra sýnir hæð 925 hPa-flatarins auk vinds og hita í fletinum kl. 18 síðdegis á laugardag. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, vindur sýndur með hefðbundnum vindörvum og hiti með litum (kvarðinn batnar við stækkun). Lægsta jafnhæðarlínan sýnir 340 metra yfir sjávarmáli. Það má því bæta nokkrum stigum við hitann til að giska á hversu hár hann er við jörð.
Lægðarmiðjan er hér yfir Norðurlandi - vindur svikahægur víða á landinu. Lægðin er á hraðri leið til austnorðausturs og sýnir örin hreyfingu hennar til miðnættis. Rauða L-ið sýnir okkur hvar lægð er í 500 hPa-fletinum. Sú lægð hreyfist hratt til austsuðausturs. Það þýðir að við sleppum að mestu við vestaillviðrið sunnan við lægðina.
Af vindörvunum sjáum við að mikið veður geisar djúpt úti af Vestfjörðum og Norðurlandi. Þetta illviðri hreyfist hratt til suðurs í kjölfar lægðarinnar og skellur suður um Vestfirði strax seint á laugardagskvöld og síðan um allt Norðurland. Austurland sleppur trúlega fram undir hádegi - en ekki skulum við treysta á það - en fylgjast vel með því sem Veðurstofan segir þegar þar að kemur.
Síðdegis á sunnudag verður veður farið að ganga niður vestanlands því hæðarhryggur á undan næstu lægð vill komast að strax þá um nóttina. Evrópureiknimiðstöðin gerir talsvert úr henni í hádegisspárununni - en gerði það ekki í gær - hraðinn og atgangurinn er svo mikill í lofthjúpnum að spám er illa treystandi.
En við skulum horfa á fáein smáatriði á kortinu áður en við yfirgefum það. Fjólublái liturinn (frost meira en -16 stig í 925 hPa) er fastur vestan Grænlands. (Jökullinn er langt ofan við 925 hPa). Þessi kuldi er því ekki á leið hingað - eins og halda mætti í fljótu bragði. Smávegis sleppur þó yfir þar sem köld tunga liggur frá Grænlandsströnd til suðausturs fyrir vestan lægðina. Sömuleiðis sleppur líka mjó tunga af mjög köldu lofti til suðurs framhjá Scoresbysundi - og liggur til suðvesturs um Grænlandssund. Mikill vindur er í báðum þessum strengjum.
Við lítum líka á samskonar kort fyrir 500 hPa-flötinn - í um 5 km hæð yfir sjávarmáli. Það gildir á sama tíma - kl. 18 á laugardagskvöld, 13. desember.
Hér er háloftalægðin vestur af Faxaflóa - á hraðri leið til austsuðausturs. Hér nær fjólublátt svæði - sem hér sýnir hvar hiti er lægri en -42 stig - til suðurs fyrir vestan lægðina. Grænlandsjökull nær ekki upp í 5 km þannig að loft að vestan á greiðari aðgang til austurs heldur en í neðri lögum. Þótt þetta loft sé kalt er það samt ekki nógu kalt til að geta fallið til sjávarmáls. Við sjáum að jafnhæðarlínan sem liggur í gegnum fjólubláa svæðið sýnir 4920 metra, sé loftið -42 stig myndi það hitna um 49 stig við að falla að sjávarmáli og hiti þar með +7 stig þegar niður er komið. Mun kaldara er við jörð og því flýtur kuldinn að vestan ofan á - um hríð. Framhaldið er efni í langa sögu - sem við sleppum að þessu sinni -.
Alltaf þegar lægðir fara til austurs nærri landinu kemur sú spurning hversu köld norðanáttin verður í kjölfarið. Loft er þessa dagana mjög kalt við Norðaustur-Grænland - en lengra er í stórar fyllur af heimskautalofti. Við sleppum vonandi við þannig lagað - því stutt er á milli lægða - og tíma tekur að ná í þetta loft. En við látum þá framhaldssögu einnig eiga sig.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 109
- Sl. viku: 886
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 770
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.