9.12.2014 | 01:29
Skörp vindaskil við Vestfirði - fárviðri á Vestfjarðamiðum
Mikið austsuðaustanillviðri gengur nú til austurs yfir landið (mánudagskvöld 8. desember). Á eftir því fylgir mun hægari suðlæg átt sem síðan snýst aftur til austurs. Illiðrið fer alveg norður fyrir Vestfirði og kemst lengst norður af um kl. 9 á þriðjudagsmorgni (9. desember). Síðan snýr það við og nálgast land að nýju, í það sinn sem norðaustan- og norðanátt.
Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hita og vind í 925 hPa-fletinum auk hæðar hans kl. 18 síðdegis á þriðjudag, 9, desember. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum og hiti með litum. Kortið batnar sé það stækkað. Vekja má athygli á því að 925 hPa-flöturinn er hér mun neðar í lofti en venjulega því lægðin er svo djúp, 946 hPa í miðju - þar er 925 hPa að finna í um 170 metra hæð yfir sjávarmáli.
Vindstrengurinn milli Vestfjarða og Grænlands sést mjög vel - þar má ef vel er að gáð finna 50 m/s og vindurinn er meiri en 32 m/s (fárviðri) á stóru svæði. Orsök fárviðrisins sést vel, lægðasvæðið þrengir að köldu lofti sem vill komast suðvestur um Grænlandssund. Gríðarlegur hitabratti býr til bratta hæðarsviðsins.
Við skilin myndast nokkrir lægðahnútar - tveir sjást vel á þessu korti. Þeir renna til suðvesturs meðfram skilunum og sveifla þeim fram og til baka - alveg upp að Vestfjörðum - aftur til baka - og enn aftur inn að Vestfjörðum og síðan virðist strengurinn eiga að falla inn á land - en um leið og rás kalda loftsins breikkar léttir á strengnum og vindhraði verður skaplegri og skaplegri eftir því sem skilin hörfa lengra til suðurs og austurs.
Á kortinu má líka sjá stutt rautt strik sem liggur norður eftir 23 gráðum vesturbreiddar. Við lítum á háloftasnið eftir strikinu.
Suður er til vinstri á myndinni. Tölur hafa verið settar á kortið til hægðarauka, 1 bendir á Snæfellsnes, 2 á Glámuhálendið og 3 á Hornstrandafjöll. Lóðrétti kvarðinn sýnir hæð í hPa. Sniðið nær ekki niður í 1000 hPa vegna þess að sjávarmálsþrýstingur er lægri heldur en svo. Hæst nær sniðið í 250 hPa - um 10 km hæð.
Heildregnu línurnar eru mættishitinn - hann vex upp á við. Vindátt er sýnd með hefðbundnum vindörvum (snúa eins og á flötu veðurkorti) en vindhraði er að auki sýndur í lit. Fárviðrið sést sérlega vel lengst til hægri á myndinni og vindaskilin eru eins og lóðréttur veggur frá yfirborði upp í um 3 km hæð. Sunnan veggjar er vindur mjög hægur - minni en 6 m/s víðast hvar, en rétt þar norðan við er hann meiri en 40 m/s og reyndar meiri en 48 m/s þar sem mest er í sniðinu.
Röð sniða sem þessa á klukkustundarfresti sýna að skilin sveiflast fram og til baka frá því um morguninn fram til þess ástands sem þetta snið sýnir - eftir það á strengurinn að fara að mjakast suður um, á að vera kominn suður á Breiðafjörð um miðnætti.
Að vanda látum við Veðurstofuna um spádómana - en óhætt mun þó að upplýsa að allt sem lægðinni fylgir á ekki að vera komið alveg austur af landinu fyrr en um hádegi á föstudag. Svo verður lægð helgarinnar býsna spennandi - sé eitthvað að marka reiknimiðstöðvar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:32 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 13
- Sl. sólarhring: 94
- Sl. viku: 663
- Frá upphafi: 2461303
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 586
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.