Lagt upp fyrir illviđri?

Viđ höfum hingađ til í haust sloppiđ ađ mestu viđ skröltiđ í kanadíska heimskautakuldapollinum - ţeim sem hefur oft veriđ kallađur „Stóri-boli“ hér á hungurdiskum. Í síđustu viku var hann mjög ađ plaga ameríkumenn vestur viđ vötnin miklu - og heldur ţví ađ einhverju leyti áfram. 

En nú virđist hann vera ađ leggja upp fyrir sígilda lćgđaárás á Atlantshafinu - og jafnvel alveg til Íslands. Ekki er ţađ ţó svo ađ kuldans gćti hér ađ ráđi. 

Viđ lítum á spá evrópureiknimiđstöđvarinnar sem gildir kl. 18 síđdegis á föstudag (28. nóvember).

w-blogg271114a

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, ţví ţéttari sem ţćr eru ţví meiri er vindurinn sem blćs samsíđa ţeim. Litir sýna ţykktina. Hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs - ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Mörkin á milli gulu og grćnu litanna er viđ 5460 metra - segja má ađ sumarhiti sé í gulu litunum. Mörkin á milli grćnu og bláu litanna er viđ 5280 metra (9 stigum kaldara en 5460 metrar) - rétt ofan viđ međallag ţessa árstíma á Íslandi.

Viđ sjáum ađ mjög hlýtt er viđ Ísland miđađ viđ árstíma - 5400 metra liturinn sleikir suđurströnd landsins, 6 til 7 stigum ofan viđ međalhita. Ţađ er alveg í stíl viđ ţađ sem veriđ hefur ađ undanförnu. 

En ţađ er ekkert mjög langt í heldur kaldara loft - ţađ nálgast heldur á laugardag - en aftur hlýnar verulega á sunnudag - í bili. 

En viđ Nýfundnaland er mikil háloftavindröst, jafnhćđarlínurnar eru ţéttar og ţar ađ auki eru ţykktarlitirnir í ţéttum vöndli. Međan jafnţykktar- og jafnhćđarlínur standast á - liggja samsíđa - jafnţétt gćtir átakanna í háloftunum lítt viđ jörđ. En um leiđ og misgengi verđur á milli hćđar og ţykktar er illt í efni. 

Ef fariđ er í smáatriđi kortsins má sjá tvćr bylgjur í ţykktarsviđinu - ţar sem hlýtt loft gengur inn í átt ađ lćgri fleti. Ţćr eru merktar međ tölustöfunum 1 og 2. 

Bylgjan sem merkt er „1“ er sú sem í dag (miđvikudag) er ađ valda samgönguleiđindum í norđausturríkjum Bandaríkjanna - og hún virđist ćtla ađ fara fram úr sér - lćgđin nćr sér ekki frekar á strik.

Aftur á móti á bylgjan sem merkt er „2“ ađ dýpka verulega ţegar hún kemur norđaustur fyrir Nýfundnaland. Hún á síđan ađ fara til norđurs fyrir vestan land á sunnudag. Varla ţarf ađ taka fram ađ spár eru ekki sammála um smáatriđin - en ljóst er ţó ađ mjög hvassir vindar fylgja lćgđarmiđjunni hvar sem hana annars ber niđur. 

Rétt er fyrir áhugasama og ţá sem eitthvađ eiga undir ađ fylgjast vel međ spám Veđurstofunnar nćstu daga. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvađ varđ ţá um "hlýjasta ár allra tíma" á Íslandi, Trausti minn? Er "Stóri-boli" ađ gera gys ađ íslenskum veđurfrćđingaórum?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 27.11.2014 kl. 08:28

2 identicon

Skemmtilegur pistill. Ţú hefur etv. heyrt af Bresku veđurstofunni Weatheraction.com Ţeir gefa út veđurspár mánuđ fram í tímann, sem standast 80-90%. Ţetta var gefiđ út 30 október:
"Large area of active low pressure from Great Lakes and S/W of there to Central parts: major thunderstorms, snow (possibly thundersnow in parts) to West of region."
http://www.weatheraction.com/docs/USA1411NOV30dSLAT10aSwitchesIssue30Oct.pdf

Bestu kveđjur

Ingvar Tryggvason (IP-tala skráđ) 27.11.2014 kl. 19:35

3 identicon

Afsakiđ, röng tilvitnun. Svona átti ţađ ađ vera:

Key Weather Development
NOVEMBER 22 - 25
"Large area Great Lakes, NE USA Midwest + Central parts exceptionally heavy snow, thundersnow, blizzards, hail. TOTAL TRANSPORT DISRUPTION."

Ţessu spáđi weatheraction.com 30 október

http://www.weatheraction.com/docs/USA1411NOV30dSLAT10aSwitchesIssue30Oct.pdf

Ingvar Tryggvason (IP-tala skráđ) 27.11.2014 kl. 20:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 868
  • Sl. viku: 2330
  • Frá upphafi: 2413764

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2149
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband