Kuldaskil á mánudag (24. nóvember)

Reiknimiđstöđvar gera nú ráđ fyrir ţví ađ nokkuđ snörp kuldaskil gangi austur yfir landiđ á mánudaginn (24. nóvember). Evrópureiknimiđstöđin segir ađ ţađ kólni um 9 stig samfara skilunum. Kalda loftiđ er komiđ frá Kanada.

Ţetta sést vel á kortinu hér ađ neđan.

w-blogg231114a

Kortiđ gildir á hádegi á mánudag (24. nóvember). Jafnţrýstilínur (viđ sjávarmál) eru heildregnar, vindur 700 hPa sýndur međ hefđbundnum vindörvum. Daufar strikalínur sýna ţykktina (fjarlćgđina milli 500 og 1000 hPa ţrýstiflatanna) og litirnir ţykktarbreytingu nćstliđnar 6 klukkustundir. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs - ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. 

Bláu litirnir sýna svćđi ţar sem ţykktin hefur lćkkađ síđustu klukkustundirnar, ţeir bláu byrja viđ 3 dam (30 metra) lćkkun. Hverjir 20 metrar í ţykkt eru ekki fjarri 1 stigs hitabreytingu. Í bláa svćđinu sem er yfir landinu vestanverđu má sjá töluna -17 dam = 170 metra eđa hitafall upp á 8,5 stig á 6 klst. 

Ţađ er nokkuđ afgerandi. Ef viđ reynum ađ ráđa í ţykktartölurnar sjálfar má međ góđum vilja sjá ađ 5280 metra línan liggur inni í bláa svćđinu. Ţađ er nálćgt međallagi árstímans. 

Sé mikil úrkoma samfara skilunum má búast viđ ţví ađ eitthvađ hvítt sjáist - hvort og hvar snjó festir látum viđ Veđurstofuna eđa ađra til ţess bćra ađila ráđa í - hungurdiskar gera ekki spár. 

En 5280 metra ţykkt er ekki mikill kuldi - svo kemur nćsta lćgđ međ hlýrra lofti - viđ sjáum hlýtt ađsópsvćđi hennar í gula blettinum suđur í hafi. Hlýindin halda ţví áfram - en.

Og ţađ er dálítiđ mikilvćgt en - ţví viđ ţurfum aftur ađ fara ađ huga ađ hálkunni og megum ekki láta hana koma okkur í opna skjöldu. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

skildu nátúruöflin vera ađ mótmćla landsvirkjun skilst ađ ţeir séu međ fund á ţessum deigismile

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráđ) 23.11.2014 kl. 09:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg121124a
  • w-blogg101124c
  • w-blogg101124b
  • w-blogg101124a
  • w-blogg081124d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 443
  • Sl. sólarhring: 480
  • Sl. viku: 2597
  • Frá upphafi: 2410241

Annađ

  • Innlit í dag: 389
  • Innlit sl. viku: 2325
  • Gestir í dag: 367
  • IP-tölur í dag: 352

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband