Norðaustanáttin í Grænlandssundi

Kortið hér að neðan sýnir algenga stöðu. Það gildir kl. 12 á hádegi sunnudaginn 2. nóvember. Mikill vindstrengur liggur úr norðaustri suðvestur um Grænlandssund. Hann er kaldastur í miðju - en hlýrra er til beggja handa. 

w-blogg011114a 

Jafnhæðarlínur eru heildregnar og sýna hæð 925 hPa-flatarins - (samkvæmt spá evrópureiknimiðstöðvarinnar). Hann er í um 600 metra hæð nyrst á Vestfjörðum. Litir sýna hita í fletinum. Bláu litirnir í Sundinu eru þrír, sá dekksti sýnir frost á bilinu -8 til -10 stig. Fjórði blái liturinn kemst víst ekki lengra að þessu sinni (sé að marka spána) því hlýtt sjávaryfirborð hitar loftið baki brotnu. 

Að sögn er munur á sjávarhita og 925 hPa-hitans um 15 stig þar sem mest er. Hiti fellur um 1 stig á hverja hundrað metra í vel hrærðu lofti. Vindurinn sem hér er um 25 til 30 m/s sér um hræruna. Þetta bendir til þess að um 9 stiga munur sé á sjávarhitanum og því lofti sem næst því liggur (15 - 6). Að sögn líkansins skilar þessi munur (og vindur) hátt í 300 W á fermetra skynvarmaflæði frá sjó í loft. 

Svona (meðal annars) tapar sjórinn sumarvarmanum viðstöðulítið - en varmatap á sér einnig stað við uppgufun og varmageislun. Á sunnudaginn - þegar kortið gildir - segir líkanið að sjávaryfirborðið í Sundinu tapi meir en 200 W á fermetra við uppgufun. Loftið tekur við þessum varma. Ritstjórinn hefur ekki upplýsingar um geislunarjafnvægið - en það er neikvæðast (sjávaryfirborðinu) í björtu veðri. Skynvarminn fer beint í að hækka hita loftsins - en hvar dulvarminn losnar er ómögulegt að segja - kannski í skúrum eða éljum sunnan til á Grænlandshafi?

Nú - eins og sjá má nær strengurinn hér inn á landið norðvestanvert og rétt fyrir ferðamenn og aðra sem háðir eru veðri að fylgjast með spám Veðurstofunnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a
  • w-blogg300625a
  • w-blogg280625a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 70
  • Sl. sólarhring: 294
  • Sl. viku: 2789
  • Frá upphafi: 2481543

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 2472
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 66

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband