Austanátt - enn og aftur og áfram

Austlægar áttir hafa verið ríkjandi í október og líka þær norðlægu. Ekki virðist lát á því. Við lítum hér á 10 daga þrýsti- og þrýstivikaspá evrópureiknimiðstöðvarinnar frá því um hádegi í dag (fimmtudag 30. október). Spáin er meðaltal dagana 30. október til 9. nóvember.

w-blogg311014a 

Neikvæð vik sunnan við land - en jákvæð yfir Grænlandi. Meginlægðasvæðið er svo nærri landi og lægðabeygja mikil að varla er hægt að reikna með þurru veðri vestanlands þrátt fyrir landáttina. Reiknimiðstöðin segir úrkomusummu þessa tíu daga vera yfir meðallagi um land allt og að fjórföld meðalúrkoma falli suðaustanlands. 

Þessi staða verður þó ekki uppi hvern einasta dag - áttin verður norðlægari um tíma. Austlægu áttirnar eru oftast hógværar hvað hita varðar - sjaldan mjög kaldar. Kannski hiti verði lengst af yfir meðallagi árstímans?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Já það rigndi dálítið í dag á Norðfirði. Samkvæmt opinberum mælum var það 89 mm. Man eftir meiru en það er allt þokkalega blautt eftir svona sull, en það var lárétt að auki.

Ekki gott ef frystir beint ofan í þetta. Allur snjór í fjöllum er krapi upp úr og niðrúr. 

Sindri Karl Sigurðsson, 31.10.2014 kl. 23:40

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Nú er spurning hvað mönnuðu stöðvarnar á Austfjörðum segja í mælingunni í fyrramálið (1. nóvember).

Trausti Jónsson, 31.10.2014 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.4.): 223
 • Sl. sólarhring: 254
 • Sl. viku: 2002
 • Frá upphafi: 2347736

Annað

 • Innlit í dag: 196
 • Innlit sl. viku: 1728
 • Gestir í dag: 189
 • IP-tölur í dag: 182

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband