Norðankast í undirbúningi?

Þegar þetta er skrifað (laugardaginn 18. október) virðist stefna í norðankast á mánudaginn (20. október). [Lesið textaspá Veðurstofunnar]. Lægð dýpkar í námunda við landið og þokast síðan austur.

Við lítum á tvö kort evrópureiknimiðstöðvarinnar. Þau gilda bæði kl.3 á aðfaranótt sunnudags (19. október)  - en þá er undirbúningur kastsins í fullum gangi. Fyrra kortið sýnir sjávarmálsþrýsting, vind og úrkomu.

w-blogg181014a 

Syðsta lægðin á kortinu hefur undanfarna daga verið á hægri norðurleið. Á norðvesturjaðri hennar er mikil gerjun. Hér má sjá nokkrar óráðnar lægðarmiðjur - þetta er kannski frekar lægðardrag sem liggur til norðvesturs frá meginlægðinni. Því má bæta við að loftvog er fallandi norðan við land á þessum tíma þannig að erfitt er að sjá að norðankast sé yfirvofandi - út frá þessu korti eingöngu. 

Sé litið upp í 5 km hæð kemur hins vegar nokkuð óvænt í ljós.

w-blogg181014b

Lægði vestur af Skotlandi er á sínum stað, en mun öflugri lægð við strönd Grænlands. Hún er á ákveðinni leið til austurs og kemur inn á land á aðfaranótt mánudags (um sólarhring síðar en þetta kort gildir).

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, vindur sýndur með hefðbundnum vindörvum og hiti í fletinum er sýndur í lit. Það sem gerist er að köld vestallægðin gengur inn í hlýtt, rakt loft lægðardragsins og fer að snúa því í kringum sig - hreinsar til og skipuleggur. Þá myndast tækifæri fyrir kalt loft sem lúrir í lægri lögum við Norðaustur-Grænland að falla í miklum vindstreng til suðurs beint yfir Vestfirði og e.t.v. fleiri landshluta á mánudaginn - eða um leið og háloftalægðin er komin hjá. 

Hefðbundnar veðurpár minnast nær aldrei á háloftalægðir. Þannig er líka með þessa - hún skiptir samt öllu máli í þróuninni. Og nú vita lesendur af henni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 992
  • Sl. sólarhring: 1100
  • Sl. viku: 3382
  • Frá upphafi: 2426414

Annað

  • Innlit í dag: 884
  • Innlit sl. viku: 3040
  • Gestir í dag: 864
  • IP-tölur í dag: 798

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband