Austanáttin

Austanátt hefur ríkt á landinu það sem af er vikunni og gerir það víst áfram. En loftvog fellur því lægðasvæðið mikla suður í hafi er að endurnýja sig og mun í framhaldi af því þokast nær.

w-blogg171014a 

Á 500 hPa-norðurhvelskortinu eru jafnhæðarlínur heildregnar. Því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn. Spáin er gerð af evrópureiknimiðstöðinni og gildir kl. 18 síðdegis á laugardag. Þykktin er sýnd í lit. Hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Hlýtt loft (gula beltið) er rétt sunnan við landið og fylgir lægðasvæðinu suður undan.

Köld bylgja er á austurleið við Suður-Grænland (rautt x á kortinu) og fer að hafa bein áhrif hér á landi á sunnudagskvöld. Þessi spáruna reiknimiðstöðvarinnar gerir ráð fyrir að hún búi til norðanskot hér á mánudaginn. 

Við sjáum fellibylinn Gonzalo sunnan við Nýfundnaland. Hann er svo lítill að hann má sín lítils í grófgerðu umhverfi heimskautarastarinnar - en ef hann hittir vel í gæti hann orðið tillegg í krappa lægð - reiknimiðstöðvar slá úr og í með það.

Heimskautaröstin hringar sig um allt norðurhvelið (fylgið þéttum jafnhæðarlínum hringinn) - en norðan hennar er nokkur flatneskja - aðalkuldapollar vetrarins eru ekki búnir að ná sér á strik - en við getum samt talið sex bláa liti (sá dekksti er á litlu svæði yfir N-Síberíu) og ættum að fara að sjá fjólubláan lit birtast í fyrsta skipti í haust. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg111119c
 • w-blogg111119b
 • w-blogg111119a
 • w-blogg04119a
 • w-blogg031119a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.11.): 132
 • Sl. sólarhring: 178
 • Sl. viku: 1551
 • Frá upphafi: 1850156

Annað

 • Innlit í dag: 115
 • Innlit sl. viku: 1337
 • Gestir í dag: 101
 • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband