15.10.2014 | 01:04
Hlý hæð efra
Kalda loftið hörfar nú heldur - þó meira í háloftunum heldur en niðri við jörð og minnst þar sem það getur legið í hægum vindi inni í sveitum. En annað kvöld (miðvikudag 15. október) verður staðan í 500 hPa-fletinum (rúmlega 5 kílómetra hæð) eins og kortið sýnir - reikni evrópureiknimiðstöðin rétt.
Jafnhæðarlínur eru heildregnar, vindur sýndur með hefðbundnum vinörvum og hiti er í lit, kvarðinn til hægri batnar við stækkun. Við sjáum hæðarsvæði fyrir austan land og sunnan við það liggur hlýr loftstraumur í átt til okkar með hægri sunnanátt. Fyrir norðan land er áttin suðvestlæg, nokkurn veginn samsíða hitabrattanum - þannig að á meðan kalda loftið hörfar yfir okkur situr það sem fastast norður undan og hitabrattinn vex.
Hitabrattinn sést mjög vel á þykktarkortinu sem gildir á sama tíma. Hér megum við tala um þykktarbratta. Þykktin mælir, sem kunnugt er, meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs - hér í dekametrum (1 dam = 10 metrar).
Jafnþykktarlínur eru hér heildregnar og eru býsna þéttar á milli Vestfjarða og Grænlands þar sem kalda loftið streitist á móti hækkandi hita (og þar með þykkt) yfir Íslandi. Á hádegi í dag (þriðjudag) var þykktin yfir landinu miðju 5320 metrar, en á þessu korti er hún komin upp í 5380 metra, hefur hækkað um 60 metra. Það eru um 3°C - talsvert er það á einum og hálfum sólarhring - en hægt miðar. Fram á laugardag á hún svo að hækka upp í 5420 metra - sem ku vera það hæsta í þessari aðsókn (sé rétt reiknað).
Á meðan það hlýnar yfir okkur á hiti við Norðaustur-Grænland lítið að breytast. Hitabrattinn á Grænlandssundi skerpist og þar með vex vindur þar vindur í neðri lögum. Hlýnunin fyrir ofan okkur skilar sér lítt til jarðar meðan vindur er hægur - en þó ætti landshámarkshiti næstu daga að fara upp fyrir 10 stigin aftur en þau hafa nú verið fjarverandi í fjóra daga í röð.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1006
- Sl. sólarhring: 1107
- Sl. viku: 3396
- Frá upphafi: 2426428
Annað
- Innlit í dag: 896
- Innlit sl. viku: 3052
- Gestir í dag: 872
- IP-tölur í dag: 806
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.