Austan- og norðaustanáttir vikuna út?

Nú er gríðarmikil lægð að dýpka langt suðvestur í hafi. Það svo langt í burtu að hún hefur ekki bein áhrif hér á landi, en samt leggur hún línurnar fyrir vikuna. Spár gera síðan ráð fyrir því að kerfið muni smám saman mjakast nær.

Meðalspá evrópureiknimiðstöðvarinnar fyrir næstu tíu daga sýnir stöðuna vel.

w-blogg131014a 

Þrýstingur er langt, langt undir meðallagi í lægðarsvæðinu mikla - en hærri en að meðaltali yfir Grænlandi og suður til Íslands. Þótt þetta sé meðalkort - og alls konar afbrigði geti komið upp einstaka daga má samt gera ráð fyrir átakalítilli austanátt með bjartviðri lengst af um landið vestanvert en skýjuðu og úrkomutætingi eystra. 

En hér er ekki alveg allt sem sýnist því austanáttin yfir okkur er grunn - uppi í 4 til 5 kílómetra hæð er vindur hægur - hæðarhryggur situr þar í miðri vikunni með vestanátt fyrir norðan land og á háloftaaustanáttin ekki að komast hingað fyrr en á föstudag eða svo - hafi reiknimiðstöðin á réttu að standa. 

En þetta verður að teljast sæmileg staða - öfgalaus með öllu. [Lesið samt textaspár Veðurstofunnar  að minnsta kosti daglega].


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 141
  • Sl. viku: 1767
  • Frá upphafi: 2348645

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1548
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband