Smálćgđir hringa kuldapollinn

Ţótt kuldapollurinn sem kom ađ landinu í gćr og hefur völdin í dag sé hvorki stór né sérlega sterkur endađi hann samt tíu stiga landshámarkssyrpu sumarsins 2014 (sjá fćrslu 1. október). Landshámarkshitinn náđi ekki tíu stigum á sjálfvirku stöđvunum í dag, laugardaginn 11. október. Ţar međ varđ syrpan 163 dagar ađ lengd. Ţađ er 9 dögum yfir međallengd síđustu tíu ára, en 8 dögum styttra en metáriđ 2010. 

Nú hitar sjórinn kalda norđanloftiđ baki brotnu og mun smám saman eyđa kuldapollinum. 

w-blogg121014a 

Á kortinu (ţađ gildir um hádegi sunnudaginn 12. október) eru jafnţykktarlínur heildregnar en hiti í 850 hPa er sýndur í lit. Í miđjum kuldapollinum er ţykktin innan viđ 5200 metrar. Ţađ dugar nćr alltaf í snjókomu - sé úrkoma ađ falla. Nokkrar smálćgđir (merktar međ L-um) hafa myndast á jöđrum kuldans og ţar er úrkoman. 

Ein ţeirra er hér rétt suđur af landinu, önnur norđan viđ land og ţriđja og fjórđa lćgđin austur í Noregshafi. 

Ţćr sjást betur á kortinu hér ađ neđan. Ţađ er líka úr ranni evrópureiknimiđstöđvarinnar og gildir um hádegi á sunnudag 12. október.

w-blogg121014b

Jafnţýstilínur eru heildregnar, strikalínur marka hita í 850 hPa og litir sýna úrkomu síđastliđnar ţrjár klukkustundir. Myndarlegur úrkomubakki fylgir lćgđinni sunnan viđ land. Blái flöturinn segir ađ falliđ hafi 5 til 10 mm úrkoma frá ţví kl. 9 um morguninn - ţađ er á mörkum hins trúlega - en hvađ getum viđ annađ en ađ trúa? Úrkoman sú er örugglega rigning yfir sjónum, en yfir landi stendur ţađ glöggt. Lćgđin - og úrkomusvćđiđ hreyfast til austurs og norđausturs. 

Lćgđin fyrir norđan land er hins vegar á vesturleiđ. Reiknimiđstöđin segir allmikla úrkomu fylgja henni - en ekki víst ađ hún nái í neinu teljandi magni inn á land. 

Stćrri lćgđin fyrir austan land fer ekki neitt - eđa jafnvel til austurs - en sú minni er ađ myndast á ţessu korti og mun fara til vesturs fyrir norđan land - kemur lítt viđ sögu.

Ţetta telst nú varla merkilegt veđurlag - algengt er ađ hann snjói syđst á landinu ţegar kemur fram í miđjan október og ekki er vindur teljandi ađ ţessu sinni. En ţađ er alltaf einhver stíll yfir kuldapollum sem koma til okkar úr beint úr norđri óskaddađir af sjávaryl - alveg sama hvort ţeir eru meinlausir eđa ekki. 

Hér áđur fyrr var lítiđ hćgt um meinleysiđ ađ vita fyrirfram - fyrirbođar eru svo litlir og flókiđ ađ ráđa í ský sem bođa komu pollanna. Mikil og erfiđ krossgáta. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 65
  • Sl. sólarhring: 1071
  • Sl. viku: 2736
  • Frá upphafi: 2426593

Annađ

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 2439
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband