Lítilsháttar skammtur af vetri

Eftir skammvinna „hitabylgju“ lítur nú út fyrir kuldakast - vonandi stendur ţađ ekki nema skamma hríđ. Alla vega er ţađ allt lítiđ um sig ţótt ţađ komi nánast beint frá norđurskauti. 

Kuldapollurinn litli sem fćrir okkur kuldann er af barmafullu gerđinni. Ţađ skýrist vonandi hér ađ neđan viđ hvađ er átt međ ţví orđalagi.

w-blogg101014a 

Kort evrópureiknimiđstöđvarinnar sýnir hćđ 500 hPa-flatarins, vind í honum og hita á laugardagskvöld 11. október. Viđ sjáum ađ hiti og hćđ fylgjast ađ í stórum dráttum og eru sammiđja - kaldast er í miđju lćgđarinnar. Vindur er hvass - meiri en 25 m/s af vestnorđvestri í suđvesturhluta kerfisins. Lćgđin kemur um ţađ bil beint úr norđri - er hér enn á suđurleiđ en á - ađ sögn reiknimiđstöđva - ekki ađ fara mikiđ lengra en ţetta. Ţetta er í rúmlega 5 kílómetra hćđ, innsti hringurinn nćst lćgđarmiđjunni er 5340 metra jafnhćđarlínan. 

En ţessarar kröftugu hringrásar sér vart stađ viđ jörđ - og ekki einu sinni í 850 hPa-fletinum en hann er í um 1400 metra hćđ. Ţetta ţýđir ađ hringrásin er barmafull af köldu lofti - ţykktin minnkar jafnmikiđ inn ađ lćgđarmiđjunni eins og flatarhćđin. 

w-blogg101014b 

Ţetta kort sýnir hćđ 850 hPa-flatarins, vind í honum og hita - á sama tíma og fyrra kortiđ. Viđ sjáum háloftahringrásina alls ekki - en kuldinn sést samt skýrt og greinilega og er mestur ţar sem háloftalćgđarmiđjan er yfir, -14,4 stig.

Engin hefđbundin kuldaskil fylgja ţessu kerfi - ţrátt fyrir ađ nokkuđ snögglega kólni. Aftur á móti ýtir kuldapollurinn undir smálćgđarmyndun viđ landiđ. Evrópureiknimiđstöđin segir ađ ein slík muni myndast undan Suđurlandi á laugardaginn - hún á ađ ná upp í 850 hPa og sést ţví á kortinu. Viđ tökum eftir ţví ađ austan viđ lćgđarmiđjuna er vindur af suđaustri - hćgur ađ vísu. En uppi (fyrra kortiđ) er vindur eindreginn af vestnorđvestri.

Ţessi stađa er líkleg til úrkomuframleiđslu í tengslum viđ litlu lćgđina - ađ auki er hlýr sjór undir. Ţegar ţetta er skrifađ (seint á fimmtudagskvöldi) er úrkomuspáin ekki komin á hreint. Sem stendur á úrkoman ađ byrja sem rigning á láglendi syđst á landinu - en eins og venjulega mun hún breytast í snjókomu verđi ákefđin nćgileg. Líklega fćr landiđ lítilsháttar skammt af vetri í heimsókn. 

Ţađ eru fleiri atriđi sem mćtti minnast á í sambandi viđ ţennan kuldapoll - hugsanlega verđur framhald á ţessum pistli á morgun eđa síđar.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 82
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 1831
  • Frá upphafi: 2348709

Annađ

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 1603
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband