Tíu stiga syrpurnar - í Reykjavík og á landinu

Ţess var getiđ á fundi á Veđurstofunni í fyrri viku ađ hiti hefđi ekki náđ tíu stigum daginn áđur. Í framhaldi af ţví var spurt hvort tíustigasyrpa sumarsins í Reykjavík hefđi veriđ óvenju löng ađ ţessu sinni. Međ tíudagasyrpu er átt viđ tíma ţar sem dagshámarkshitinn helst samfellt ofan viđ 10-stig. Vor og haust koma gjarnan fáeinir dagar í röđ međ hámarkshita yfir tíu stigum - kaldari dagar á milli - en síđan kemur langt samfellt tímabil 10 stiga hámarkshita. Mjög misjafnt er hvenćr ţađ byrjar og endar. 

Nimbus gefur ţessu gaum í bloggi fyrir nokkrum dögum og ćttu áhugasamir ađ lesa ţađ sem fyrst. Ţeir sem ţađ gera munu e.t.v. reka augun í ađ talningunum ţar og ţeim sem hér fara ađ neđan ber ekki alveg saman. Ţađ er vegna ţess ađ hér látum viđ sem svokölluđ tvöföld hámörk séu ekki til - en ţau verđa til ţegar hiti kl. 18 í gćr er hćrri heldur en hámarkshitinn sem mćlist kl. 18 í dag. Á mönnuđum stöđvum er lesiđ á hámarkshitamćla ađeins tvisvar á dag, kl. 9 og kl. 18. 

Síđasti tíu stiga dagur sumarsins í ár í Reykjavík var einmitt svona. Hiti náđi 10 stigum eftir kl. 18 daginn áđur. Sú tala var lesin af hámarksmćli kl. 9, og var hćrri heldur en hámarkiđ kl. 18. Tíu stigin skráđust ţar međ sem hámark dagsins - leifar af hita dagsins áđur. Ritstjóri hungurdiska hefur ákveđiđ ađ látast ekki sjá ţetta og „leiđréttir“ ţví ekki. Tíustigasyrpa hungurdiska var ţví ekki afskrifuđ fyrr en eftir seinni dag hámarksins tvöfalda.

Nú er auđvelt ađ reikna lengdir tíudagasyrpanna međ ađstođ gagnagrunns Veđurstofunnar aftur til 1949. Hér verđur litiđ á Reykjavíkursyrpurnar - en líka landssyrpur, lengd ţess tíma sem hámarkshiti hefur náđ tíu stigum einhvers stađar á landinu er reiknađur. Hann er (auđvitađ) lengri heldur en í Reykjavík. 

Myndin sýnir tímann frá 1949 til 2014 fyrir Reykjavík - en 1949 til 2013 fyrir landiđ - landssyrpan 2014 stendur enn.

w-blogg011014b 

Gráu súlurnar sýna niđurstöđur fyrir Reykjavík, en rauđa strikalínan sýnir syrpulengd landsins. Kvarđinn til vinstri sýnir dagafjöldann. Vel má sjá ađ mikill munur er á syrpulengdinni frá ári til árs. Í Reykjavík var hún lengst 2009, 133 dagar. Í ár var hún 129 dagar - sú nćstlengsta á öllu tímabilinu. Sumariđ 1983 komu aldrei fleiri en 11 dagar í röđ međ 10 stiga hámarkshita eđa meir. Međaltal áranna 2004 til 2013 er 107 dagar. Međaltaliđ 1961 til 1990 er hins vegar ađeins 66 dagar. 

Hér sést kuldaskeiđiđ á 8. og 9. áratugnum vel. Svo virđist sem eitthvađ samhengi sé á milli lengdar 10-stigasyrpunnar og međalhita langra tímabila. Ţađ á ţó alls ekki viđ um einstök ár. Einn spillidagur snemma í ágúst (međ 9,9 stiga hámarkshita) getur klippt syrpu í tvennt - sem annars hefđi orđiđ sú lengsta. Á slíku sumri vćri samband međalhita og lengdar lengstu syrpu ekki gott. 

Sú Reykjavíkursyrpa myndarinnar sem lifđi lengst fram á haustiđ var sú sem endađi 4. október 1958.  

En rauđu línurnar sýna niđurstöđur fyrir landiđ í heild - á mönnuđum veđurstöđvum. Einnig má sjá grćna línu, sú á viđ sjálfvirku stöđvarnar - eins og má sjá eru stöđvakerfin tvö ekki nákvćmlega sammála - enda ekki viđ ţví ađ búast.

Landiđ sýnir meiri jöfnuđ milli kaldra og hlýrra tímabila heldur en syrpur einstakra stöđva - síđustu tíu ár er međaltaliđ 150 dagar (nćrri fimm mánuđir) en á tímabilinu 1961 til 1990 er ţađ 135 dagar. Lengst var tímabiliđ áriđ 2001, 187 dagar, en styst 1975, 96 dagar. 

Og ađ lokum er fariđ á smávegis gagnafyllerí - en ekki til sérstakrar eftirbreytni - ţađ liggur lágt í vísindalandslaginu. Viđ reynum ađ reikna út tíustigasyrpur Reykjavíkur eins langt aftur og gögn leyfa. Hámarksmćlingar hafa veriđ gerđar í Reykjavík samfellt frá vori 1920 til okkar daga og auk ţess á styttri skeiđum á fyrri tíđ. Frá 1907 til 1918 voru hámarksmćlingar ekki gerđar, viđ notumst viđ hćsta hita hvers dags á athugunartímum.

w-blogg011014c

Hér eru eyđurnar áberandi. Byrjađ er lengst til vinstri, ţegar mćlt var í Lambhúsum á Bessastöđum - hćsti hiti á athugunartímum er notađur. Syrpurnar eru trúlega lengri en sýnt er. En hér er stysta syrpan, sumariđ kalda á undan Skaftáreldum. Hugsanlega hefđi hún orđiđ lengri međ hámarksmćli. 

Nćst er tímabiliđ 1830 til 1853 ţegar Jón Ţorsteinsson mćldi hámarkshita hvers dags í Nesi og í Reykjavík. Hér má finna lengstu tíustigasyrpu alls tímabilsins, 138 daga sumariđ 1843. Ţetta var mikiđ óţerrasumar á Suđvesturlandi.

Á tímabilinu 1871 til 1879 notumst athugunartímahámörk - en enn á eftir ađ tína hćsta hita út úr athugunum tímabilsins 1880 til 1884. 

Áriđ 1885 var aftur kominn hámarksmćlir, ţađ sumar var harla aumt, syrpan ađeins 13 daga löng. 

Frá og međ 1920 eru gögnin samfelld. Syrpurnar voru sérlega stuttar sumrin 1920 til 1923 - en lengdust síđan, sú lengsta kom 1941, 128 dagar - nánast eins og nú, 2014. Hiđ hlýja sumar 1939 er gott dćmi um hlýindi sem ekki skila sér í syrpulengd. Tíu stiga dagar ţađ sumar voru fleiri en 150 - en illa klipptir af fjórum stökum dögum ţegar hámarkshiti var á bilinu 9,7 til 9,9 stig. Lítil sanngirni í ţví(?) - getur minnt á bikarkeppnina í fótbolta - hér skiptir dagsformiđ öllu. 

Viđbót 12. október: Hér lauk tíu-stiga syrpu sjálfvirkra byggđastöđva ársins 2014. Varđ hún 163 dagar ađ lengd, 9 dögum lengri en međalsyrpa síđustu tíu ára, en 8 dögum styttri en metáriđ 2010.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1028
  • Sl. sólarhring: 1116
  • Sl. viku: 3418
  • Frá upphafi: 2426450

Annađ

  • Innlit í dag: 916
  • Innlit sl. viku: 3072
  • Gestir í dag: 890
  • IP-tölur í dag: 824

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband