28.9.2014 | 00:53
Hitafar yfir Keflavíkurflugvelli síðustu sex áratugi - 3. áfangi
Í fyrri pistlum sömu fyrirsagnar var fjallað um hitafar í háloftunum yfir Keflavík síðustu sex áratugina rúma. Í fyrsta pistlinum litið á yfirborðsmælingar og í 850 hPa hæð, en í öðrum um hitafar í 700 hPa og 500 hPa-flötunum, í þriggja og fimm kílómetra hæð. Hitaþróun er ekki alveg með sama hætti í þessum hæðum öllum - en á það þó sameiginlegt að hiti hefur verið hærri á þessari öld heldur en á fyrstu árum þessara athugana og sérstaklega hlýrri en fyrir um 30 árum.
Nú förum við upp í 300 hPa og 200 hPa-fletina. Sá fyrri er nærri 9 kílómetra frá jörð (hæðin sveiflast þó mikið frá degi til dags), 200 hPa flöturinn er að jafnaði í um 11 kílómetra hæð. Hér á norðurslóðum er 300 hPa flöturinn í svipaðri hæð og veðrahvörfin - ýmist neðan eða ofan þeirra. Heimskautaröstin - aðalvindröst á okkar slóðum er oftast þar nærri.
Fræðin segja að hlýnun í veðrahvolfinu af völdum aukinna gróðurhúsaáhrifa þýði að kólna muni í heiðhvolfinu - ef ekkert annað breyttist. Auðveldast er að gera sér þetta í hugarlund með því að gera ráð fyrir því að veðrahvolfið bólgni lítillega við hlýnunina - við það lyftast veðrahvörfin upp. Það sem lyftist kólnar.
Lægri flötur þessa pistils, 300 hPa eru nærri veðrahvörfum. Hlýnar þar eða kólnar? Það er ekki gott að segja - tilfærsla heimskautarastarinnar getur ráðið jafnmiklu um þróun hitans. Efri flöturinn, 200 hPa er nærri því alltaf ofan veðrahvarfa hér við land. Skyldi hafa kólnað þar á síðustu áratugum?
Fyrri myndin sýnir hitaþróun að vetrarlagi (miðað við desember til febrúar). Daufgrá lína sýnir meðalhita vetrar frá ári til árs í 300 hPa, en þykkdregin lína sýnir 10-ára keðjumeðaltöl. Grænar strikalínur sýna vetrarhita í 200 hPa en þykkdregin græn lína sýnir 10-ára keðjumeðaltöl.
Vinstri kvarðinn sýnir hita í 300 hPa - en sá til hægri vísar til 200 hPa-flatarins. Eins og sjá má munar ekki nema um 4 stigum á meðalhita í flötunum tveimur. Vetrarhiti í 300 hPa virðist ekki hafa breyst mikið á síðustu 60 árum - en greinilega hefur kólnað í 200 hPa. Aðalkólnunin átti sér stað á 8. áratugnum - en ekki nýlega.
Síðari myndin sýnir sumarástandið - merkingar eru þær sömu, nema hvað á kvörðunum er nú 1 stig á milli merkinga - en eru 2 stig á myndinni að ofan.
Á sumrin hefur kólnað nokkuð hratt á 8. áratugnum í 200 hPa - rétt eins og á vetrum. En hér er hitinn á almennri niðurleið allan tímann í báðum flötum.
Allt sem við höfum séð til þessa er samrýmanlegt hugmyndinni um veðurfarsbreytingar af völdum aukinna gróðurhúsaáhrifa. Tímasetningar eru þó ekki auðskýranlegar. Fleira gæti ráðið jafnmiklu eða meira um hitaþróunina - t.d. breytingar á vindáttum - eða breytingar á legu eða styrk heimskautarastarinnar. Rétt er að draga ekki of miklar ályktanir - ástæðurnar hafa ekki verið negldar niður og enn verður að árétta að ósamfellur geta leynst í gögnunum og ekki fullvíst að þróunin hafi verið nákvæmlega svona í raun og veru.
Einn eða tveir pistlar til viðbótar í sama efnisflokki bíða birtingar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:22 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 30
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 2477
- Frá upphafi: 2434587
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 2201
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti og bestu þakkir fyrir fróðlega samantekt um hitafar yfir Keflavíkurflugvelli síðustu sex áratugi.
Ég verð þó að viðurkenna að ég missti þráðinn í þriðja erindinu þegar þú fullyrðir: "Allt sem við höfum séð til þessa er samrýmanlegt hugmyndinni um veðurfarsbreytingar af völdum aukinna gróðurhúsaáhrifa"(sic)
Vil gjarnan forvitnast um hvort þú kannist við eftirfarandi línurit yfir hitafar í Reykjavík síðustu 95 ár:
http://stevengoddard.files.wordpress.com/2014/09/screenhunter_3054-sep-25-06-24.gif?w=640
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2014 kl. 13:29
Hilmar, það eru sjálfsagt fleiri en þú sem missa þráðinn - ekkert óeðlilegt við það. Auðvitað segir hitinn á einum stað nákvæmlega ekkert um áratugaþróun hitafars á heimsvísu. Það er samt þannig að hugmyndin er sú að hlýni veðrahvolfið af völdum aukinna gróðurhúsaáhrifa kólni í heiðhvolfinu (að öðru óbreyttu). Það þýðir að þægilegra er fyrir þá sem eru sannfærðir um réttmæti þeirra hugmynda að horfa á myndir eins og þær hér að ofan (þar sem raunverulega kólnar í heiðhvolfinu) frekar en myndir sem sýndu gagnstæða þróun. En hér er aðeins verið að sýna niðurstöður mælinganna - þær eru þessar - hvað sem svo veldur. Það vantar 50 ár framan á mynd goddards sem þú vísar í - sé þeim bætt við kemur enn ein leitnin í ljós - og væntalega enn ein og enn ein sé haldið áfram afturábak.
Trausti Jónsson, 28.9.2014 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.