Heldur svalari suðlægar áttir ríkjandi næstu vikuna?

Fyrri helmingur september hefur verið hlýr, meðalhiti ofan meðaltals síðustu tíu ára um land allt. Hlýindin hafa að tiltölu verið mest austanlands. Þar hefur hitinn verið meir en 3 stig ofan meðallagsins 2004 til 2013 og fjórum til fimm stigum ofan meðaltalsins 1961 til 1990. 

En mikil hlýindi standa ekki endalaust. Nú lítur út fyrir að síðari hluti mánaðarins verði ívið kaldari - líka miðað við meðallag. Þó ekki sé spáð neinum kuldum ætti veðrið samt að verða haustlegra heldur en að undanförnu. 

Lítum á spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar. 

w-blogg170914-1a 

Heildregnu línurnar sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins næstu tíu daga [16. til 26. september] og strikalínurnar meðalþykktina. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Þykktarvik eru sýnd í lit. Austurland er enn yfir meðallagi áranna 1981 til 2010 - eins og það er í líkaninu - en þykktin yfir Vesturlandi er í meðallagi. 

Hlýjast er yfir Bretlandseyjum - að tiltölu - en kaldast yfir Baffinslandi. Hæðarhryggurinn fyrir austan- og suðaustan land hefur gefið eftir miðað við það sem hefur verið síðustu vikuna. 

Höfum í huga að þetta kort sýnir tíu daga meðaltal - mikið getur vikið frá meðallaginu einstaka daga - jafnvel þó spáin sé rétt. Spáin er mun óvissari fyrir síðari fimm dagana heldur en þá fyrstu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.5.): 323
 • Sl. sólarhring: 333
 • Sl. viku: 1869
 • Frá upphafi: 2355716

Annað

 • Innlit í dag: 300
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 283
 • IP-tölur í dag: 282

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband