Hlýjar bylgjur

Nú ganga hlýjar bylgjur hver á fætur annarri úr suðvestri yfir landið. Sú sem fór yfir í gær (þriðjudag) og í dag (miðvikudag) er varla horfin austur af þegar sú næsta tekur við. Kortið að neðan sýnir hæð, hita og vind í 850 hPa-fletinum á fimmtudagskvöld kl. 24 (föstudag kl. 00 - ef menn vilja það frekar).

w-blogg110914a 

Jafnhæðarlínur eru heildregnar og merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Við erum í 1400 metra hæð eða svo. Vindátt og vindhraði eru sýnd með hefðbundnum vindörvum. Mjög hvasst er af suðsuðvestri yfir Vestfjörðum - meir en 25 m/s. 

Hiti er sýndur með litum - kvarðinn batnar sé kortið stækkað. Hlý tunga er yfir landinu. Í niðurstreyminu norðan Vatnajökuls er hitinn +12 stig - en áveðurs - reiknar líkanið mínus eitt stig. Ætli ástæða kuldans sé ekki blanda af stíflu og uppstreymi - trúlega aðallega uppstreymi. 

Ekki er gott að segja hvort líkanið er að sýna raunveruleika eða sýnd. En mættishitinn á hlýju hlið bylgjunnar yfir Vatnajökli segir líkanið að sé 26,8 stig. Spurning hvort Seyðisfjörður, Dalatangi eða einhver önnur gæf stöð eystra nær í 20 stig - þótt um miðja nótt sé? Ef ekki - þá er aftur möguleiki á sunnudaginn þegar næsta hlýja bylgja reiknast yfir landinu og ámóta hlýtt loft rennur hjá. 

Þegar bylgjan sem er á kortinu fer austur af lendum við inn í niðurstreymislofti frá Grænlandi - hugsanlega rífur það skýjahuluna þaulsetnu hér á Vesturlandi. Þurr vestanátt hefur ekki verið í tísku um hríð. Henni fylgir oftlega mikið saltmistur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Geir Briem

eiga lægðir auðveladar með að fara yfir grænlandsjökul nú um stundir. vegna huganlegrar hlínunar og hugsanlega lækkunar jökulsins. nú virðist land hafa hækkað við hornarfjörð að mér skilst um eina 15sm. frekar en metra. senilega hefur 15sm. hækkun lands ekki áhrif á veðurfar

Kristinn Geir Briem, 11.9.2014 kl. 10:24

2 identicon

Mér finnst nú ekkert sérstaklega hlýtt hérna í vætunni s/v-landans og það sama gildir í sumarið í heild.

Þó svo að sagt sé að meðalhitinn sé í hærra lagi, þá verðum við að taka tillit til þess sem kallað er "feels like" hita, þ.e. upplifaður hiti.
Vætutíðin nú í sumar og haust gerir það nefnilega að verkum að t.d. 14 stiga hiti virkar bara eins og 9-10 stiga hiti.
Að sama skapi virkar hiti sem er t.d. 14 stig í sólskini og blíðu eins g 18-20 stiga hiti.

Hér er því mikil munur á hvernig fólk upplifir hita eftir því hverning veðrið er. 

Já, haustið er löngu komið, svona í ljósi þess að Trausti hefur veirð að leita eftir haustinu.
Þetta sést best á því að laufin eru farin að falla allt frá mánaðarbyrjun, sem er óvenju snemma miðað við árin á hlýindakaflanum á árunum til 2012, en þá fóru lafuin fyrst að falla í lok sept. 

Hrafn Bergsson (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 14:53

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Já og nú fer ég aftur að smala með efridælingum uppi á Jökuldal. Í fyrra var rjómablíða þann 11.sept, frekar svalt en ekki ský á himni. Nú er 15 stiga hiti og ekki ský á himni klukkan 800 á hverjum morgni á Norðfirði. Í fyrra fennti allt á kaf deginum eftir smalamensku, nú er frekar litlar líkur á því, sem betur fer. Við nágrannarnir höldum að síðast hafi verið álíka veður fyrir Austan árið 2000. Þá vorum við í vandræðum með að geyma saltsíld sökum hita og hann stóð yfir fram undir jól. Veðurminnið er nokkuð gott en það gæti verið farið að fenna sólargeislum yfir þetta ártal.

Ég minnist þess þó ekki að nokkur hafi talað um hnattræna hlýnun á þessum tíma, enda ekki í tísku þá. 

Sindri Karl Sigurðsson, 11.9.2014 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.5.): 5
 • Sl. sólarhring: 307
 • Sl. viku: 1845
 • Frá upphafi: 2357238

Annað

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband