28.8.2014 | 23:04
Hugleiðingar í kringum fellibylinn Cristobal
Eitt af haustverkum veðurfræðinga í Vestur-Evrópu er að gefa fellibyljum Atlantshafsins gaum. Leifar þeirra komast alloft í námunda við bæði okkur og nágranna okkar í austri og vestri. Oftast gerist nákvæmlega ekki neitt, en stöku sinnum ummyndast hitabeltisstormarnir í myndarlegar lægðir - og rétt endrum og sinnum gerir afskaplega vond veður. Haustillviðri eru eiga þó langfæst rætur sínar að rekja til fellibylja.
Hér verður ekki (frekar en venjulega) spáð um veður hér á landi - við látum Veðurstofuna um það. Þess í stað rýnum við í nokkur kort úr garði evrópureiknimiðstöðvarinnar (og auðvitað Bolla Pálmasonar kortagerðarmeistara á Veðurstofunni). En fyrst lítum við á hitamynd af vef kanadísku veðurstofunnar (Environment Canada). Hún er tekin úr eystri jarðstöðuhnetti vesturheimsmanna kl. 17:45 í dag (fimmtudaginn 28. ágúst).
Efst má rétt sjá í suðurodda Grænlands. Nýfundnaland er ofan við miðja mynd og til vinstri er austurströnd Bandaríkjanna, suður til Suður-Karólínufylkis. Gulu og brúnu svæðin á myndinni sýna háský fellibylsins - hæst í kringum frekar óljósa miðju hans.
Kerfið er í aðalatriðum reglulegt að sjá en taka má eftir því að háloftaröst er ekki langt norður undan og rífur úr norðurhlið þess. Talan 1 er sett þar sem fellibyljamiðstöðin vill hafa Cristobal um hádegi á morgun, föstudag. Talan 2 sýnir aftur á móti hvar evrópureiknimiðstöðin setur kerfið um hádegi á laugardag (stöðvarnar tvær eru ekki alveg sammála um hvar miðjan verður þá).
Næsta kort sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir um hádegi föstudags (úr spárununni kl. 12 á fimmtudag).
Enn sést rétt í suðurodda Grænlands efst á myndinni. Þarna er þrýstingur í miðju Cristobal 976 hPa (gæti verið mislestur). Litir sýna úrkomuna, hún er 30 til 50 mm á 6 klst þar sem mest er. Nyrðra úrkomubandið á myndinni er tengt heimskautaröstinni.
Fram til hádegis á laugardag hreyfist kerfið ákveðið til norðausturs. Næsta kort sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir á hádegi þann dag.
Hér skulum við taka eftir því að þrýstingur hefur hækkað í lægðarmiðjunni (um 5 hPa) og jafnþrýstilínur hafa gisnað - allt er slappara. Hinn eiginlegi fellibylur er dauður. Úrkomusvæðið er býsna teygt og er nærri því eins og að ný lægðarmiðja sé að myndast í norðausturhluta kerfisins. Það gæti gerst - en reiknimiðstöðvar segja þó nei - nema danska hirlam-líkanið. Þar slitnar kerfið meira að segja í þrjá hluta - en lengra nær sú spá ekki. Hér hefur lægðin við Suður-Grænland slaknað um 11 hPa frá fyrra korti. Hún er að fyllast af frekar köldu lofti.
Fjórða mynd dagsins sýnir hæð 500 hPa-flatarins og þykktina á hádegi á laugardag samtímis kortinu hér að ofan.
Margar jafnhæðarlínur hringa sig um gömlu lægðina á Grænlandshafi, hæðin í henni miðri er um 5290 metrar. Hún er líka umkringd jafnþykktarlínu - miðjuþykktin er 5340 metrar. Hringrás fellibylsleifanna nær ekki upp í 500 hPa - en gerði það sólarhring áður (ekki sýnt hér). Kerfið er samt greinilegt sem lægðardrag sem gríðarlega hlýtt loft fylgir. Þykktin er á stóru svæði meiri en 5700 metrar.
Nú gengur verkefnið út á það að koma lágri hæð gömlu lægðarinnar í tengsl við háa þykkt fellibylsleifanna. Í fullkomnum heimi stefnumóta yrði 949 hPa-lægð til ef þykktin 5700 metrar næðist alveg undir hæðina 5290 m. Til þess þarf að hafa hraðar hendur og skrúfa bút út úr 5700m þykktarsvæðinu og keyra það inn á móti háloftalægðinni. [Eins og ís er skafinn upp með skeið]. Kalda loftið í henni er þar fyrir og það þarf því jafnframt að stugga við því - helst til suðurs - þá getur það orðið það verkfæri sem klippir á hlýja loftið [ísskeiðin]. Hér skipta tímasetningar öllu máli.
Það væri að vísu með ólíkindum ef það tækist að stela bút úr 5700m þykktinni - en við borð liggur að það takist - sé að marka spá evrópureiknimiðstöðvarinnar og sjá má á síðasta kortinu.
Þetta kort ætti að vera lesendum hungurdiska kunnuglegt. Jafnþykktarlínur eru heildregnar en hiti í 850 hPa er sýndur í lit. Kortið gildir um hádegi á sunnudag (31. ágúst), sólarhring síðar en kortin tvö næst hér á undan. Við sjáum að tekist hefur að skera bút af hlýja loftinu og keyra það í stefnumót við háloftalægðina. Innsta jafnþykktarlínan sýnir 5560 metra - kannski er þykktin 5580 m í miðjunni - en 5700 metra loftið er sloppið til austurs og sést ekki á þessu korti. En 5580 m þykkt undir 5290 hæð reiknast sem 964 hPa. Ekki sem verst það.
Hvað gerist bregðist stefnumótið veit ritstjórinn auðvitað ekki. Þó má segja með nokkurri vissu að takist ekki að ná neinu hlýju lofti inni í skrúfuna gerist nánast ekki neitt. Ef það hins vegar gerist fyrr eða síðar en evrópureiknimiðstöðin nú stingur upp á gæti lægðin orðið grynnri (eða dýpri) - en þar með er ekki sagt að vindur yrði minni - þvert á móti gæti hann orðið meiri. En - við látum Veðurstofuna um að fylgjast vel með því.
Óðadýpkun lægða á sér stað þegar mikil þykkt skrúfast inn undir lága hæð veðrahvarfanna. Lægðir geta orðið alveg jafndjúpar þótt ekkert loft langt sunnan úr höfum komi við sögu - en þá verða því lægri veðrahvörf að berast að úr norðri. Það er mjög erfitt fyrir loft að komast langt að sunnan alla leið til okkar. Því veldur snúningur jarðar. Mikil losun dulvarma í fellibyljaleifum greiðir leið lofts til norðurs, hin krappa hringrás fellibyljarins gerir það líka. Lægð sem orðin er til úr leifum fellibyls er líklegri til að útvega loft [og skrúfjárn] með mikla þykkt heldur en þær venjulegu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 34
- Sl. sólarhring: 150
- Sl. viku: 1955
- Frá upphafi: 2412619
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 1708
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.