Sumri lýkur í heiðhvolfinu

Að sumarlagi ríkir mikil hæð í heiðhvolfinu (ofan við 20 km hæð) og nær hún um allt norðurhvel. Hámarksstyrk nær hún kringum sólstöður eða litlu síðar - heldur afli sínu mestallan júlí en fer þá að ganga saman. Allan valdatíma hæðarinnar er austanátt ríkjandi ofan við 17 til 20 km hæð yfir Íslandi. 

Það er e.t.v. fulllangt gengið að segja að stilla megi almanakið eftir skiptunum úr vestan- í austanátt á vorin - svo reglubundin eru þau. Áttaveltan síðsumars og á haustin er ekki jafn afgerandi - stundum kemur alllangt tímabil þar sem barátta stendur milli áttanna tveggja. 

Þessa dagana er hæðin mikla farin að veiklast svo mjög á norðurslóðum að flatneskja er að taka við. Og einmitt í dag (mánudaginn 25. ágúst) birtist fyrsta jafnhæðarlínan í kringum lægðarmiðju. Þetta sjáum við á kortinu hér að neðan sem gildir síðdegis þriðjudaginn 26. ágúst.

w-blogg260814a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kortið er úr smiðju bandarísku veðurstofunnar og sýna heildregnar línur hæð 30 hPa-flatarins, en litir hitann í fletinum. Kvarðinn batnar mjög sé kortið stækkað. Fyrsta „haustlægðin“ er þarna mætt á svæðið - kringum hana liggur einmana jafnhæðarlína, merkt 2410 dekametrum, 24100 m eða 24,1 km. Næstu vikur mun lægðin smám saman festa sig í sessi. 

Við Ísland er hlýjasti staður norðurhvels - hiti um -45 stig. Hitadreifingin sýnir enn sumarástand - almennt er hlýrra eftir því sem norðar dregur. Þetta mun líka breytast á næstu vikum og um síðir verður mun kaldara á heimsskautaslóðum heldur en sunnar - rétt eins og niðri í veðrahvolfi.

Ritstjórinn fyllist, sem kunnugt er, alltaf andakt við að fylgjast með gangi árstíðanna - líka í heiðhvolfinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a
  • w-blogg110424b
  • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 285
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 2064
  • Frá upphafi: 2347798

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 1784
  • Gestir í dag: 240
  • IP-tölur í dag: 232

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband