Afmæli

Einu sinni á ári á hungurdiskabloggið afmæli - í þetta sinn er það fjögurra ára. Byrjaði upp úr þurru 19. ágúst 2010, er orðið eldra en væntingar stóðu til og lafir eitthvað áfram. Í tilefni dagsins gætu lesendur litið á færslur ágústmánaðar 2010 - þá var aðallega fjallað um nokkur gömul rit um veðurfræði á íslensku. Fæstir munu hafa lesið þessa pistla. 

Til þessa munu pistlarnir vera orðnir 1280 - það þýðir að 161 vantar upp á að pistlast hafi verið einu sinni á dag að jafnaði (87,6% daga). Þetta er örlítið skárra dagahlutfall en hjá „dagblöðunum“. 

Fyrr í sumar fór af stað afleggjari á fjasbók - þar má oft sjá tölur dagsins - en auðvitað er óvíst hversu lengi afleggjari sá lifir - rétt eins og aðalstofninn. Hópurinn er opinn og geta meðlimir sett inn færslur tengdar veðri eða þá skýja- eða himinmyndir á eigin spýtur. Þar má einnig bera fram spurningar tengdar veðri - en viðamikilla svara er samt ekki að vænta. 

https://www.facebook.com/groups/hungurdiskar/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Til lukku með þessa fróðlegu/skemmtilegu afurð.

Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2014 kl. 11:41

2 identicon

Kærar þakkir fyrir góða pistla Trausti, efnið er afar upplýsandi og fróðlegt og sjaldan er veðrið verulega leiðinlegt eða of óáhugavert.

Valur Norðdahl (IP-tala skráð) 19.8.2014 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg220120a
 • w-180120ia
 • w-blogg180120a
 • w-blogg-150120a
 • w-blogg140120b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.1.): 262
 • Sl. sólarhring: 523
 • Sl. viku: 3114
 • Frá upphafi: 1881088

Annað

 • Innlit í dag: 235
 • Innlit sl. viku: 2798
 • Gestir í dag: 232
 • IP-tölur í dag: 228

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband