Sýndarsnjór á landinu 15. ágúst

Í spálíkönum nútímans fellur snjór og bráðnar - rétt eins og í raunveruleikanum. Hann safnast fyrir á vetrum - en bráðnar síðan á vorin og yfir sumarið. Að því kemur - rétt eins og í raunveruleikanum að bráðnunarskeiðinu lýkur - fyrst á hæstu fjöllum og jöklum. Talsverðu munar auðvitað á hinum raunverulega snjó og líkansnjónum - þeim sem við höfum viljað kalla sýndarsnjó. Hver reitur í líkaninu er um 2 km á kant - ekkert minna sést. Það er svosem reynt að „stika“ það sem minna fer fyrir með einhverjum reiknikúnstum - en sú stikun er alltaf álitamál. - Skaflar liðins vetrar geta verið mjög stórir án þess að líkanið sjái þá. Ekki meira um það.

Eitt af því sem líkanið á e.t.v. erfitt að ráða við er endurskinshlutfall snævarins. Það skiptir mjög miklu máli hvert það er. Sé snjór nýr endurkastast mun meira af stuttbylgjugeislum sólar heldur en gerir sé hann gamall - og jafnvel rykugur. Einmitt þegar þetta er skrifað (laugardaginn 16. ágúst) snjóar á jökla um landið austanvert. Þá hækkar endurskinshlutfall yfirborðs þeirra mjög - og hreinlega gæti verið að sumrinu sé einfaldlega lokið ofantil á þeim. Hefði ekkert snjóað hefði hins vegar sumarið getað haldið þar áfram. - En þetta eru vangaveltur - ritstjóri hungurdiska fylgist ekkert með rennsli í ám og veit í raun lítið um það - aðrir vita alla vega miklu betur.  

En við skulum samt líta á sýndarsnjóhulu á landinu eins og hún var í líkaninu í gær, föstudaginn 15. ágúst.

w-blogg170814a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tölur og litir sýna snjómagn, í kílóum á fermetra. Hér sést að allur sýndarsnjór sem féll í vetur og vor á hina stóru skriðjökla Vatnajökuls er bráðnaður. Það sem er skemmtilegast við þessa mynd (finnst ritstjóranum) að hér sjást ákomusvæði jökulsins vel - (eins og líkanið vill hafa það). Í sumar hefur lítið sem ekkert bráðnað á hæstu og úrkomumestu fjöllunum - en ekki heldur bæst mikið við frá því sem var í vor.

Þótt ritsjórinn hafi auðvitað lítið vit á jöklafræði rennir hann í grun um að illa verði komið fyrir Vatnajökli ef og þegar ákomusvæðið hættir að tengjast saman - sem það þrátt fyrir allt gerir nú - en hörfar inn upp til fjallanna 5 til 7 (eftir því hvernig talið er).   

Mýrdalsjökull og Drangajökull eru mjög vel staddir eftir sumarið og kannski Hofsjökull og Eyjafjallajökull líka. 

En fyrir alla muni skoðið tölurnar - kortið batnar talsvert sé það stækkað (smella á kortið - og smella síðan aftur á þá mynd sem fyrst birtist). En munið líka að þetta er líkan - raunveruleikinn kann að vera allur annar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.5.): 322
 • Sl. sólarhring: 333
 • Sl. viku: 1868
 • Frá upphafi: 2355715

Annað

 • Innlit í dag: 299
 • Innlit sl. viku: 1723
 • Gestir í dag: 282
 • IP-tölur í dag: 281

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband