Enn af hįloftum [nęstu tķu daga]

Nęstu viku til tķu daga er spįš óvenjulegum hlżindum yfir Gręnlandi og žar vestan viš - en miklum kulda į Bretlandseyjum og löndum nęstum Noršursjó. Viš lķtum į mešaltal nęstu tķu daga - eins og evrópureiknimišstöšin segir žaš muni verša. - Textinn hér aš nešan er ekki sérlega aušveldur - en alla vega mį stara į fallegt kortiš. 

w-blogg160814a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kortiš sżnir svęšiš frį Hudsonflóa ķ austri til Eystrasalts ķ austri. Ķsland er rétt ofan viš mišja mynd. Jafnhęšarlķnur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, jafnžykktarlķnur eru grįar og strikašar, en žykktarvik lituš. Kvarši og kort skżrast viš stękkun.

Litušu fletirnir stinga mjög ķ augu. Į raušu, brśnu og gulu svęšunum er žykktin meiri heldur en aš mešallagi og žar meš er hiti ķ nešri hluta vešrahvolfs yfir mešallagi. Į blįu svęšunum er žykktin undir mešallagi. 

Nś er žaš svo aš kortiš er mešaltal langs tķma - tķu daga. Lķtiš segir af hįloftavindafari og hita einstaka daga - vel mį vera aš žetta įstand standi ekki nema hluta tķmans - ašra daga sé allt vęgara aš sjį.

Viš rżnum samt ķ kortiš. Köld žykktarvik skila sér vel ķ hita nišri ķ mannabyggšum - leišindakuldi mun greinilega heimsękja noršursjįvarsvęšiš - mišaš viš žaš sem venjulegt er į žessum įrstķma. Hįmarksvikiš er um -100 metrar. Žaš žżšir aš hiti veršur 4 til 5 stig undir mešallagi. 

Hlżju (jįkvęšu) žykktarvikin eru erfišari višfangs og veršur stundum ekki vart ķ mannabyggšum. Yfir sjó er žaš vegna kęlingar sjįvaryfirboršsins - sé žaš į annaš borš kaldara heldur en loftiš. Yfir landi er einkum viš neikvęšan geislunarbśskap aš eiga - nś eša žį kalt sjįvarloft. Oftast eru žvķ nokkuš sterk hitahvörf rķkjandi undir mjög hlżju lofti sem ofan į liggur. Hlżindin eru tilkomin vegna nišurstreymis ķ vešrahvolfinu - nišurstreymiš er mjög skżjafjandsamlegt og žar meš eru nętur heišar. Žótt įgśstsólin geti į bestu dögum veriš bżsna öflug aš brjóta hitahvörf fer afl hennar ört minnkandi hér į noršurslóšum og nóttin lengist. 

Sé vindur lķtill veršur žar viš aš sitja. Sé hvasst blandast hlżja loftiš saman viš loftiš undir hitahvörfunum og hiti veršur hįr ķ mannabyggšum - žó ekki eins hįr og žykktarvikiš gefur til kynna - nema ķ miklum vindstrengjum handan fjalla.

Minni lķkur eru į aš stór jįkvęš žykktarvik njóti sķn nęrri Gręnlandi heldur en yfir Skandinavķu eša Bretlandseyjum. Žar munar mest um aš yfirborš lands og sjįvar er hlżrra į meginlandi Evrópu heldur en er į lįglendi Gręnlands og Baffinlands.

En žaš mį samt óska sér einhvers - tķu daga 150 metra žykktarvik segja aš hiti ķ nešri hluta vešrahvolfs verši um 7 stigum ofan mešallags. Hér į landi er mešalhįmarkshiti į žessum tķma įrs um 14 stig. Višbót um 7 stig vęru žį 21 stig (reyndar er sś tala ekki fjarri mešalhįmarkshita į landinu ķ hitabylgjunni miklu ķ įgśst 2004). 

Eins og sjį mį į kortinu er žykktinni hér į landi nęstu tķu daga spįš nęrri mešallagi įrstķmans, lķtillega yfir žvķ vestast į landinu - en lķtillega undir eystra. Viš getum lķka séš aš horniš į milli stefnu jafnhęšar- og jafnžykktarlķna er žannig aš vindurinn er aš mešaltali aš bera til okkar kaldara loft. Viš getum lķka reiknaš meš žvķ aš kalda loftiš sé įgengara nišur ķ mannheimum heldur en ķ 2 til 5 km hęš - kalda loftiš getur stungiš sér undir žaš hlżja - en ekki öfugt. 

Mešalvindįttin er śr noršnoršvestri. Žaš er fremur žurrbrjósta vindįtt - helst aš slķti śr honum austast į landinu.

Munum aš žetta er spį um mešalįstand - einstakir dagar geta oršiš allt öšruvķsi og ólķklegt aš spįin rętist ķ smįatrišum til enda tķu daga tķmabilsins.  


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Ómar Ragnarsson

Sonur minn, sem hefur veriš ķ Nuuk ķ sumar, segir aš sumarhlżindin žar hafi veriš einstök og viršist ekkert lįt į žeim.

Ómar Ragnarsson, 16.8.2014 kl. 22:11

2 Smįmynd: Trausti Jónsson

Ég hef enn ekki séš uppgjör dönsku vešurstofunnar fyrir Gręnland ķ jślķ, en mér sżnist af heimareiknušum tölum aš mešalhitinn ķ Nuuk hafi veriš um 1,5 stigum ofan mešallags ķ jślķ - svipaš ķ Syšristraumsfirši - en ķviš minna vik ķ Nassarsuaq. Hlżindin hafa haldiš įfram žaš sem af er įgśst. Enn hlżrra hefur veriš į austurströndinni - hiti fjórum stigum ofan mešallags viš Scoresbysund - gęti veriš hlżjasti jślķ žar um slóšir og ķ Ammassalik viršist hitinn ķ jślķ hafa veriš um 3 stigum ofan mešallags. Hlżindin hafa lķka haldiš įfram viš Scoresbysund ķ įgśst - en hiti ķ Ammassalik hefur veriš nęrri mešallagi. En žetta eru allt heimareikningar - og getur skeikaš miklu frį endanlegum tölum DMI.

Trausti Jónsson, 17.8.2014 kl. 00:22

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Nóv. 2019
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

 • w-blogg191119b
 • w-blogg191119a
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (21.11.): 264
 • Sl. sólarhring: 318
 • Sl. viku: 2187
 • Frį upphafi: 1852496

Annaš

 • Innlit ķ dag: 240
 • Innlit sl. viku: 1856
 • Gestir ķ dag: 228
 • IP-tölur ķ dag: 221

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband