Skemmtileg hafgoluspá

Ţá er ţađ hafgolan á Suđurlandsundirlendinu miđvikudaginn 13. ágúst. Í nýjustu háupplausnarveđurlíkönum koma fram mikil smáatriđi - stundum e.t.v. um of - fleiri en líkaniđ getur í raun stađiđ viđ. En býsna sannfćrandi samt.

Hér er dćmi um slíka smáatriđaspá - hún er fengin úr spárunu harmonie-líkans Veđurstofunnar frá ţví kl. 18 í dag, ţriđjudag 12. ágúst og á viđ um landiđ suđvestanvert kl. 17 síđdegis á miđvikudag, 13. ágúst. Fyrsta myndin sýnir einmitt vindátt og vindhrađa í 10-metra hćđ frá jörđu.

w-blogg130814a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flestir ćttu ađ átta sig á legu landsins. Litlar örvar sýna vindstefnu en litirnir vindstyrk í m/s. Athuga ţarf ađ tölurnar á kvarđanum hafa hliđrast um eitt bil til hćgri. Blái liturinn byrjar viđ 8 m/s en ekki 6 eins og virđist mega ráđa af kvarđanum. Stóra örin bendir á stađ rétt austan viđ Ţjórsá. Ţar má ef vel er ađ gáđ (kortiđ batnar heldur viđ stćkkun) sjá bćđi skipti í vindátt og vindhrađa á mjög ţröngu belti. Viđ skulum til hćgđarauka kalla ţetta hafgoluskil (međ óbragđ í munni). Ţau ná alveg frá Selvogi í vestri austur eftir Suđurlandsundirlendinu og ađ ţví er virđist upp á hálendiđ austan Rangárvalla. 

Ţađ er dálítiđ álitamál ađ ákveđa nákvćmlega hvar og hvenćr hafgolan byrjar ađ ráđast á land, en fyrri kort sýna ađ hún rćđst inn á strönd Árnessýslu rétt um kl. 14 en gengur síđan lengra og lengra inn á land og er kl. 17 komin ţar sem kortiđ sýnir. Ef trúa má spánni gengur hún hrađar yfir austanverđa Árnessýslu heldur en vestanmegin - Laugarvatn sleppur ţannig lengur heldur en Skálholt og jafnvel lengur en Gullfoss og Geysir. 

En viđ skulum muna ađ ţetta eru allt saman sýndarvindar - raunveruleikinn getur orđiđ annar. En ţađ er samt skemmtilegt ađ ţessi sama hafgola var líka í miđvikudagsspánni sem reiknuđ var í gćr, mánudag - eitthvađ er ţađ í stöđunni sem líkaniđ trúir á.

Ef fariđ er í fleiri smáatriđi má m.a. sjá ađ önnur vindaskil ganga upp međ Ţjórsá ţar sem mćtist suđaustlćgur og norđvestlćgur vindur. Viđ getum víst ekki kallađ ţađ hafgolu - en sennilega einhver sólfarsvindur samt.

Á höfuđborgarsvćđinu er líka hafgola - hún sést ţó illa í hinni almennu norđanátt sem ríkir á svćđinu - meira ađ hún komi fram sem snúningur á vindi úr norđaustri til norđvesturs. Líkaniđ segir ađ hún víki ekki undan landvindi fyrr en um miđnćtti.

En viđ skulum líta á fleiri kort. Ţau eru teiknuđ í minni upplausn heldur en vindkortiđ ađ ofan og ţola minni stćkkun. Skođum ţau samt. Fyrst er hitakort.

w-blogg130814b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litirnir sýna hita í 2 m hćđ, hver litur nćr yfir 1 stig. Örin bendir á hafgoluskilin yfir Suđurlandi. Viđ getum séđ ađ hiti fellur um 3 stig um leiđ og hafgolan kemur. Ekkert óskaplega mikiđ - en samt mjög greinilegt. Hitinn fellur síđar í uppsveitunum.

Svo er ţađ rakinn.

w-blogg130814c

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki sjást hafgoluskilin síđur vel á ţessari mynd. Litafletir og tölur gefa rakastig til kynna í prósentum. Lágmarkiđ í landloftinu sem víkur undan hafgolunni er ekki nema 32 prósent - en í grćna litnum er rakastigiđ á milli 60 og 70% - um kvöldiđ hćkkar rakastigiđ enn - ţegar kólnar er sól lćkkar á lofti.

Nćsta kort sýnir vind í 850 hPa fletinum í líkaninu - vindörvar sýna lárétta ţćtti vindsins en litirnir ţann lóđrétta.

w-blogg130814d

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viđ sjáum á hefđbundnu vindörvunum ađ vindur í 1400 metra hćđ er af norđaustri yfir suđvestanátt hafgolunnar - innan viđ hafgoluskilin er vindátt óráđin. Hafgoluskilin koma hér fram sem snögg lyfting á loftinu fyrir ofan ţau. Grćnu litirnir sýna uppstreymi - en ţeir gulu og brúnu niđurstreymi. Ţar sem mest er er uppstreymiđ um 0,6 m/s. Á ţessu korti má líka glögglega sjá samstreymiđ upp međ Ţjórsá - ţar er líka snögg lyfting.  

Ekkert svona sést í hafgolunni á höfuđborgarsvćđinu - ţar er líka norđanátt í 850 hPa-rétt eins og viđ jörđ.

Eitt kort lítum viđ á enn - fyrir hvern ţađ er er ekki gott ađ segja. Ritstjórinn heldur upp á svona kort sem sýnir svokallađ í- og úrstreymi. Ístreymi er ţar sem meira loft kemur inn í rúmmál heldur en fer út úr ţví - úrstreymi er hiđ gagnstćđa. Ístreymi er blátt á kortinu, en úrstreymi rautt. 

w-blogg130814e

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kortiđ á viđ um 1000-hPa flötinn - nćrri jörđ. Hefđbundnar vindörvar sýna vind í 10 metra hćđ - rétt eins og sást á fyrsta kortinu. Hafgolan sést vel á stefnu vindörvanna. Viđ hafgoluskilin er töluvert ístreymi - ţađ er ţađ sem veldur uppstreyminu í 850 hPa og viđ sáum á fyrra korti - meira loft tređst lárétt inn viđ skilin - hrađar heldur en streymt getur burt - viđ ţađ verđur loftiđ ađ lyftast til ađ jafnvćgi náist. Viđ sjáum hér líka í- og úrstreymismynstur á Faxaflóa. Međ ţví ađ horfa á vindörvarnar má ráđa í ţađ af hverju ţađ stafar - einnig er gott ađ hafa í huga afleiđingar ţeirrar snöggu núningsaukningar/minnkunar sem á sér stađ ţegar vindur streymir á land/af landi.

Alla vega ćttu ţeir sem um Suđurlandsundirlendiđ fara á morgun (miđvikudag 13. ágúst) ađ gefa hafgolunni gaum - alls ekki er víst ađ líkaniđ reikni rétt.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Helvítis hafgolan! En gaman vćri ađ fá veđurstöđ viđ Laugarvatn.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 13.8.2014 kl. 12:12

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţađ segir ţú satt Sigurđur. Oft er hlýtt á Laugarvatni - ekki síst í gufubađinu

Trausti Jónsson, 13.8.2014 kl. 16:59

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Og hvađ ţá rakastigiđ!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 13.8.2014 kl. 18:55

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Rakastigiđ, já, ţađ verđur aldrei nema 100% (jćja, kannski 102) en rakaţrýstingurinn er enn meira spennandi. Hiđ algjörlega óopinbera íslandsmet er 22,3 hPa sett á Sámsstöđum 24. ágúst 2003. Gufubađiđ gerir örugglega betur.

Trausti Jónsson, 13.8.2014 kl. 19:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 197
  • Sl. sólarhring: 344
  • Sl. viku: 2022
  • Frá upphafi: 2350758

Annađ

  • Innlit í dag: 180
  • Innlit sl. viku: 1808
  • Gestir í dag: 176
  • IP-tölur í dag: 176

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband