8.8.2014 | 01:28
Austanúrkomuhnútar
Þegar ritstjóri hungurdiska var að spá veðri hér á árum áður þótti honum austan- eða norðaustanátt með samátta lægðarbeygju í háloftunum alltaf erfið viðfangs. Jú, það mátti ganga að úrkomu austanlands nokkuð vísri - en spár um úrkomu, nú, eða þurrk, voru líkar happdrætti. Og margar urðu hauspokaspárnar.
Kannski er þetta þannig enn - það ætti að vera þurrt á Vestur- og Suðurlandi en er það ekki endilega. Snúningur vinds með hæð er merki um að heiðarleg veðurkerfi séu á ferðinni - en þegar vindátt er svipuð uppi og niðri er verra við að eiga.
Þannig er þetta þessa dagana. Það er austan- og norðaustanátt og eiginlega ætti að vera alveg þurrt suðvestanlands og jafnvel bjart veður - en er það bara ekki - alla vega ekki samfellt.
Kortið sýnir spá hirlam-líkansins um sjávarmálsþrýsting, 6 klst úrkomu og hita í 850 hPa-fletinum um hádegi á laugardag (9. ágúst). Kortið verður talsvert skýrara sé það stækkað.

Allmikið lægðarsvæði er milli Íslands og Bretlandseyja - í kringum það snúast minni lægðir og úrkomuhnútar - flestir þeirra þurfa að koma við hér á landi. Einn gekk hjá í dag (fimmtudag) og olli rigningu víða um landið sunnanvert - annar kemur á morgun (föstudag) - hvar og hve mikið rignir úr honum er ekki gott að segja - laugardagshnútinn má á kortinu sjá við Suðausturland. Svo er lítil lægð við Vestur-Noreg - hún á á stefna hingað með sína úrkomu á sunnudag. Hvað svo verður eftir það látum við liggja á milli hluta.
En hvað með það - rigningin er ekki samfelld - og enginn sérstakur kuldi er í lofti - þótt almennt sé spáð heldur kaldara veðri næstu daga en var í dag (fimmtudag) og í gær (miðvikudag). Það má sjá af legu 0 stiga jafnhitalínunnar í 850 hPa yfir landinu (rauð strikalína). Heimskautaloftið sem angraði okkur fyrir nærri viku er nú víðs fjarri - til allrar hamingju. Sjá má lítinn -5 stiga hring ekki fjarri Svalbarða.
Og það telst til tíðinda í sumar að úrkoman í Reykjavík það sem af er mánuði er enn undir meðallagi (en ekki nema rétt svo).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 2
- Sl. sólarhring: 597
- Sl. viku: 2274
- Frá upphafi: 2458513
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 2101
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.