30.7.2014 | 00:40
Fyrsti og fjórði dagur norðanáttarinnar (og sá þriðji líka)
Mjög hlýtt varð sunnanlands í dag (þriðjudaginn 29. júlí) þegar vindur gekk til norðurs og sólin fór að skína. Hitinn komst hæst í 22,6 stig á Sámsstöðum og meira að segja í 19,2 stig á annarri sjálfvirku stöðinni við Veðurstofuna milli kl. 19 og 20 (við sjáum e.t.v. eitthvað af því hámarki á mönnuðu stöðinni þegar lesið verður af hámarksmæli kl. 9 í fyrramálið).
Hitinn sást vel á þykktarkorti evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 18 í dag. Þetta er fyrsti dagur norðanáttarinnar.
Heildregnar línur sýna þykktina í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Þykktin mælir meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Þykktin er meiri en 5540 metrar á bletti við landið suðvestanvert. Það er með því mesta sem þar hefur sést í sumar.
Litirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum - í dag var flöturinn í um 1400 metra hæð. Hiti í hlýja blettinum er yfir 8 stig - sem telst bara gott. En við sjáum að fyrir norðan land er þykktarsviðið nokkuð bratt þar sem kaldara loft sækir að. Lægsta jafnþykktarlínan (sem rétt sést í) sýnir 5340 metra. Þetta er 10 stigum kaldara loft en það sem er við Suðvesturland.
Þetta væri hið besta mál ef kuldinn stefndi ekki til Íslands. Á föstudaginn, sem er fjórði norðanáttardagurinn - standist spár, er kalda árásin í hámarki. Kortið gildir um hádegi þann dag.
Heldur leiðinlegt. Þykktin er ekki nema 5290 metrar þar sem hún er minnst í kuldapollinum fyrir norðaustan land og frost í 850 hPa um -5 stig. Ekki er þó jafnkalt um landið suðvestanvert. Þykktin yfir Reykjavík er um 5380 metrar.
Við hljótum að þola þetta vel - ekki síst vegna þess að sjór er mjög hlýr og von er því til þess að líkanið sé heldur neðarlega í spádómum sínum. Samband lofts og sjávar í líkönunum er þó síbatnandi og varla hægt að treysta því lengur að spádómar gangi of langt.
Skíni sól verður sæmilega hlýtt að deginum - og þar sem verður skýjað verður ekki eins kalt að nóttu og ella væri.
Svo er annað. Á þessu korti sjáum við að jafnþykktarlínurnar virðast ekki vita mikið af landinu - þær ganga yfir það nærri því eins og landið sé ekki þarna. Hitinn í 850 hPa (litirnir) finnur hins vegar meira fyrir því - við sjáum að fleygur af hlýrra lofti gengur inn í kuldann við Faxaflóa.
Þegar kuldinn kemur - á miðvikudag og fimmtudag (annan og þriðja norðanáttardagana) fer hann hraðar yfir bæði fyrir vestan og austan land heldur en yfir landinu sjálfu. Þá hækkar loftþrýstingur ívið meira báðu megin við landið heldur en fyrir sunnan það - landið myndar smáskjól og þar með lægðardrag.
Þá gerist það (séu spár réttar) að loft dregst inn í lægðardragið úr austri, suðaustri og jafnvel suðri í lægri lögum (upp í 2 til 3 km hæð) - utan af sjó. Þurr norðvestanátt er hins vegar ofar. Þegar svona háttar til getur loft orðið mjög óstöðugt og úrkoma hafist syðst á landinu. Getur jafnvel rignt mikið.
Kortið hér að neðan gildir á þriðja degi norðanáttarinnar - kl. 6 á fimmtudagsmorgni.
Það sýnir lægðardragið og úrkomuna vel. Jafnþrýstilínur eru heildregnar - en úrkoma er sýnd í lit. Litlir þríhyrningar sýna hvar úrkoman er klakkakyns - orðin til þar sem loft er mjög óstöðugt. Blái bletturinn syðst á landinu táknar 5 til 10 mm úrkomu á 3 klst.
En um þessa úrkomu er ekki algjört samkomulag - hvort hún myndast, hve mikil hún verður, hvar nákvæmlega hún fellur er ekki alveg gefið. En alla vega ættu íbúar syðst á landinu ekki að verða mjög hissa þótt snarlega þykkni í lofti og dropar tekið að falla.
Síðan á þetta úrkomusvæði að slitna frá og berast suðaustur í mikla úrkomusúpu sem verður yfir Bretlandseyjum á föstudaginn. Evrópureiknimiðstöðin gerir svo ráð fyrir því að annað svona lægðardrag (afleiðingar kuldans) myndist seint á föstudag (samanber hlýja fleyginn á föstudagsþykktarkortinu) og valdi rigningu víða um landið suðvestanvert á laugardag - það er þó enn óvissara.
Ef fimmtudagsklakkarnir yfir suðurströndinni verða mjög háreistir dæla þeir raka upp undir veðrahvörfin - og breiðist hann þar út - og gæti hjálpað til að slá á næturkulda (vonandi).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 31
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2478
- Frá upphafi: 2434588
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 2202
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þetta ber nánast upp á sama tíma í ár og í fyrra. Ég var að brölta á hreindýrum á svæðinu frá "fluvellinum hans Ómars" niður að Selárbotnum. Gistum í Laugarvalladal við frostmark fyrstu nóttina, þó samt sem áður í þokkalegu veðri. Ég get ekki betur séð en að um endurtekningu veðurguðanna sé að ræða þetta árið. Það að þetta skuli bera aftur upp á "Versló", eftir einmunablíðu hér fyrir Austan er mjög sérstakt, amk. fyrir mína parta.
En spá er spá, sjáum hvað gerist.
Sindri Karl Sigurðsson, 30.7.2014 kl. 01:32
Já, kuldakastið í byrjun ágúst í fyrra (2013) var ansi slæmt og um það fjallað í nokkrum pistlum á hungurdiskum. M.a. var frost á 12 stöðvum aðfaranótt 1. ágúst þar af fjórum í byggð - og nýtt dægurlágmarksmet fyrir byggðir landsins slegið. Annað dægurlágmarksmet kom svo fjórum nóttum síðar.
Trausti Jónsson, 30.7.2014 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.