Hlýindin við norðurströndina

Sennilega eru hlýindin sem ríkt hafa við norðurströndina einna mestu veðurtíðindi það sem af er sumri hér á landi. Júní og júlí hafa báðir verið sérlega hlýir. Það er greinilegt á línuritinu hér að neðan. Það sýnir meðalhita júní- og júlímánaða í Grímsey allt aftur til 1874.

w-blogg010814a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lóðrétti ásinn markar hita en en sá lárétti árin. Við sjáum að 2014 er meir en einu stigi ofan næsthæsta meðaltalið (júní og júlí 1933). Það er mjög óvenjulegt að nánast engin keppni sé um efsta sætið. Velta má vöngum yfir ástæðunum. Svipað er uppi á teningnum á öðrum stöðvum í nágrenninu, t.d. á Mánárbakka (endanlegar tölur liggja ekki fyrir þar) þar sem mánuðirnir tveir eru líka þeir langhlýjustu sem um getur. 

Mánuðirnir tveir hafa verið hlýir um land allt - en ekki þó út úr kortinu eins og í Grímsey og nágrenni. Þar eru fyrstu sjö mánuðir ársins auðvitað þeir hlýjustu sem vitað er um, 0,3 stigum hlýrri en mest er vitað um áður. 

Þetta gefur okkur þó enga fullvissu um að afgangur ársins verði hlýr - ekki einu sinni afgangur sumarsins.  

Oft má finna ýmsa veðurmola á fjasbókarsíðu hungurdiska:

https://www.facebook.com/groups/hungurdiskar/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 106
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 1855
  • Frá upphafi: 2348733

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 1626
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband