22.7.2014 | 01:16
Reykjavíkursumarúrkoma nálgast met
Þegar þetta er skrifað (mánudagskvöldið 21. júlí) hefur úrkoma í Reykjavík það sem af er júlí mælst 76,4 mm. Mesta úrkoma sem vitað er um í júlí mældist 126,9 mm. Það var 1885. Litlu minna mældist í júlí 1926 117,6 mm. Eins og málin standa nú er heldur á móti líkum að núverandi júlímánuði takist að komast upp fyrir þessa fyrri bleytu.
Aftur á móti var júní sérlega úrkomusamur, sá næstblautasti sem vitað er um. Nú er ljóst að þessir tveir mánuðir saman eru komnir upp fyrir öll önnur júní- og júlípör - nema eitt, 192,2 mm hafa nú mælst síðan 1. júní. Júní og júlí 1899 skiluðu samtals 211,9 mm - það er metið. Nú vantar aðeins tæplega 20 mm upp á að það náist. Það getur varla talist ólíklegt að 20 mm skili sér fyrir mánaðamótin - en auðvitað er það engan veginn víst.
Við skulum líta á línurit sem sýnir samanlagða úrkomu í júní og júlí frá upphafi mælinga 1885.
Lóðrétti ásinn sýnir úrkomumagn, en sá lárétti markar árin. Hafa verður í huga að á árunum 1908 til 1919 voru engar úrkomumælingar í Reykjavík - en aftur á móti var mælt á Vífilsstöðum. Þótt þær athuganir séu að sumu leyti ótrúverðugar látum við þær fylla upp í eyðuna eins og hægt er.
Hér sést glöggt hversu afbrigðilegir núlíðandi sumarmánuðir eru í langtímasamhenginu. Auk 1899 stinga 1923 og 1984 sér upp fyrir 180 mm.
Svo sjáum við líka hversu óvenjuleg sumrin sex, 2007 til 2012 eru í langtímasamhenginu. Úrkoman í júní og júlí var þá sérlega lítil - örfá ár eru samkeppnisfær - en aldrei neinir áraklasar í líkingu við þessa sex ára röð. - Kannski ekki að furða að raddir heyrðust um að veðurfar í Reykjavík hefði breyst endanlega til batnaðar. En - .
Þótt sagan segi okkur að líklegt sé að rigningatíð haldi áfram í ágúst er samt alls ekki hægt að ganga að því vísu. Sumrin 1899 og 1984 var engin miskunn í ágúst. Júní, júlí og ágúst þessi ár skiluðu yfir 300 mm alls, en ágúst 1923 var hins vegar í þurrara lagi. Annars eru kröfur um þurrk orðnar svo miklar að ágúst má verða í þurrasta lagi til að ekki verði kvartað undan úrkomunni hver sem hún verður.
Lauslega er fylgst með stöðu hita- og úrkomumála á fjasbókarsíðu hungurdiska:
https://www.facebook.com/groups/hungurdiskar/
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þetta er nú meira skítasumarið. Sólin hefur varla sést og það rignir nánast upp á dag. Maður saknar mikið gömlu góða sumardaganna á síðasta áratug. Alls staðar í kringum okkur er búið að vera brakandi sumar og sól og mikil veðurblíða. Við þurfum þá alla vegana ekki að óttast þurrka hér á landi!
Sumarið sem á að vera skemmtilegasta tíminn þar sem að maður safnar kröftum í sólskini og hlýju, er orðið leiðinlegasti tíminn. Þetta bara alls ekki búið að vera gleðilegt sumar. Maður er strax farinn að kvíða fyrir næsta sumri, því það verða örugglega sömu vonbrigðin og þetta sumar.
Og fyrst að það er farið rigna svona mikið á annað borð, þá ætla ég bara að vona að það rigni bara í allan næsta vetur. Við fáum þá amk. hlýjan vetur og engan snjó.
Siggeir Helgi (IP-tala skráð) 22.7.2014 kl. 02:09
Sumarið er orðinn langversti árstíminn hér. Undanfarin ár hefur hver hörmungin rekið aðra í sumarmálum. Það er rétt að á síðasta áratug komu nokkur mjög góð sumur: 2003, 2004, 2007 og 2008. Það hlýtur að vera einsdæmi að komið hafi fjögur góð sumur sama áratuginn. Eftir 2010 fer litlum sögum af svoleiðis löguðu.
Gunnar Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.7.2014 kl. 07:06
Flytjið bara austur kæru vinir. Þar er sól og blíða eins og á að vera yfir sumarmánuðina, SV er enginn útsynningur hér á bæ.
Kveðja úr blíðubrakinu að Austan.
Sindri Karl Sigurðsson, 22.7.2014 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.