16.7.2014 | 00:57
Enn meiri rigning (en breyting samt)
Landið hefur nú setið í sömu háloftalægðarmiðjunni frá mánaðamótum. Hún er nú að þokast norður af og grynnist. Ný kemur í staðinn - en sú virðist ekki ætla að lenda á sama stað og hin fyrri (sé að marka spár). Það er þó óhætt að upplýsa strax að í þessu felst líklega lítil bót (engin) fyrir landið sunnanvert.
En lægðin er ekki alveg búin að ljúka sér af. Fyrsta kortið hér að neðan sýnir uppsafnaða úrkomu sem harmonie-líkanið hellir yfir landið næstu tvo sólarhringa, frá þriðjudegi kl. 18 til fimmtudags kl. 18.
Kvarðinn og tölurnar, sem eru í mm, skýrast sé kortið stækkað. Þetta má heita dæmigerð dreifing úrkomu undir háloftalægð að sumarlagi (þó er þurrara norðaustanlands heldur en allra dæmigerðast er). Úrkoman er almennt mest inn til landsins, svæðin eru þó misvön þessu magni. Sunnanlands er meðalúrkoma júlímánaðar alls víða á bilinu 65 til 85 mm - en langt yfir 100 þar sem mest er. Á Norðurlandi vestanverðu er hún hins vegar ekki nema 30 til 40 mm. Talan 20 mm er því aðeins um fjórðungur meðalmánaðarúrkomunnar sunnanlands (eða minna) - en helmingur hennar fyrir norðan.
Landið veit einhvern veginn af þessu - rétt eins og menn sem eru misvel búnir til fótanna blotna mismikið í sömu rigningu.
En við skulum ekki taka mikið mark á smáatriðunum á kortinu. Það er t.d. harla ótrúlegt að Álftanes utanvert og Seltjarnarnes sleppi að mestu við úrkomu (hún er samkvæmt spánni minni en 1 mm) þessa tvo daga - en það er svosem aldrei að vita.
En þetta er sumsé dæmigert fyrir úrkomudreifingu undir háloftalægð - við getum þóst sjá að hún á að þokast norðurfyrir (suðvestanátt tekur við) á því að lítið á að rigna inn til landsins á Norðausturlandi eins og fyrr sagði.
Meðalveðurkort vel ástandið sem hefur verið ríkjandi síðustu tíu daga.
Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar - en litir sýna hæðarvik, blá þar sem hæð flatarins hefur verið undir meðallagi, en bleik þar sem hæðin hefur verið yfir því. Margar jafnhæðarlínur hringa sig um lægðarmiðjuna - sem þýðir að hún getur ekki hafa hreyfst mikið (annars myndi hún smyrjast út).
Meðalkort næstu tíu daga (frá evrópureiknimiðstöðinni) er dálítið öðru vísi.
Hér hafa neikvæðu vikin hörfað langt suður í haf - en háþrýstisvæðið fyrir austan sótt að okkur (þó ekki nóg). Mjög eindregin sunnanátt er ríkjandi - standist þessi spá mun halda áfram að rigna um landið sunnanvert - jafnvel mikið á köflum. En sunnanáttin er alltaf hlý - sérstaklega norðaustanlands. Gætu þar komið einhverjir mjög hlýir dagar rætist þessi spá.
Þessi umskipti (sem kannski fáir sunnlendingar finna á skinni sínu) eiga þó ekki að verða fyrr en háloftalægðin hefur yfirgefið okkur - við eigum ekki að losna við lægðarbeygju hennar fyrr en síðdegis á fimmtudag.
Það munar hins vegar grátlega litlu að við fáum hin raunverulegu hlýindi, sem verið hafa viðloðandi fyrir austan okkur allan þennan mánuð, til okkar. Ein og ein spáruna á stangli hefur gefið vonir, kannski ein af hverjum 6 til 10 (tvær koma á dag), líkindin eru kannski þessi - 10 til 20 prósent. Það er eiginlega ekki nógu gott.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 93
- Sl. sólarhring: 178
- Sl. viku: 1519
- Frá upphafi: 2407524
Annað
- Innlit í dag: 75
- Innlit sl. viku: 1348
- Gestir í dag: 70
- IP-tölur í dag: 70
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ég skil þetta ekki (vegna innskotsorðins "alls"). Er búið að rigna 65-85 mm hér sunnanlands það sem af er mánuðinum - og sumstaðar langt yfir 100 mm, eða ertu að tala um eitthvert meðaltal yfir júlímánuð almennt (þetta "alls")?
Og hvað búið að rigna mikið það sem af er mánuðinum hér á höfuðborgarsvæðinu og hvar stendur sú tala hvað metin varðar?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 16.7.2014 kl. 12:03
Hér er átt við meðalúrkomu júlímánaðar alls. Verið er að bera tölurnar á kortinu (tveggja daga úrkomu) saman við venjulega mánaðarúrkomu. Á kortinu eru tölurnar á vestanverðu Norðurlandi ekki ósvipaðar þeim sem sjá má á Suðurlandi vestanverðu - þær eru þó mjög misstór hluti af þeirri venjulegu (meðalúrkomu júlí). Úrkoman það sem af er þessum mánuði er hins vegar víða búin að ná meðaltali mánaðarins (1971 til 2000).
Trausti Jónsson, 16.7.2014 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.