Skemmtilega (?) læst staða.

Við berum nú saman meðalþrýstikort síðustu tíu daga og meðalþrýstikort næstu tíu daga (spá evrópureiknimiðstöðvarinnar). Þau eru furðulík. 

w-blogg100714a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lægð við Ísland, hringuð af þremur jafnþrýstilínum, í miðju stóru viki (-8,2 hPa er mikið miðað við árstíma). Lægð var þó ekki föst við landið allan tímann - lögun vika og jafnþrýstilína ræðst að miklu leyti af lægðinni miklu sem hrelldi okkur um síðustu helgi. 

En óskaplega er spá næstu tíu daga lík.

w-blogg100714b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lægðarmiðjan á nærri því sama stað (aðeins hagstæðari fyrir norðaustanvert landið) - vikin aðeins minni (-4,4 hPa) - en fjórar jafnþrýstilínur hringa lægðina. Enn meiri lægðarbeygja. 

Sama veður? Aldrei eins - og vonandi kemur ekkert illviðri. En hvort vilja menn að sé að baki véfréttarinnar, ein djúp lægð með illviðri í tvo til þrjá daga - eða sama lægðin sí og æ allan tímann?

En við skulum muna að þetta er tíu daga meðaltal - nægur tími fyrir spár að ganga úr lagi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta sumar ætlar greinilega að vera alveg eins og það í fyrra. Varla er að sjá sólardag í langtímaspánni á yr.no og sami kuldinn og undanfarið.

Kíkti aðeins á skrif þín Trausti um sama leiti í fyrra (15. júlí reyndar). Þar reyndirðu að gleðja fólk með því að segja þetta vera 36. hlýjasta júlí sem af væri mánuðinum. Síðast hafi verið svona kalt 2006. Það var reyndar leiðrétt af Heraldi Ólafssyni sem sagði að þetta væri kaldasti júlí frá 1983!

Nú ertu greinilega hættur að reynda að hugga fólk - og er það vel!

Hvernig stendur mánuðurinn annars það sem af er hér syðra, varðandi hitastig og úrkomu?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 10:21

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Júlí í fyrra var sá kaldsti í Reykjavík síðan 2002 (ekki 1983). Mig minnir að samanburður okkar Haraldar hafi verið ólíkur - ég bar saman það sem komið var saman við sömu daga fyrri ára - en Haraldur bar sama tímabil við allan mánuðinn 1983. Hitinn rétti svo verulega úr sér síðustu vikuna. Hiti fyrstu 9 daga júlímánaðar eru nú í 48. sæti af 66 í Reykjavík miðað við tímann frá 1949 [12 dögum neðar en fyrstu 15 dagarnir í fyrra] og í 32. sæti á Akureyri. Það er einkum á Miðnorðurlandi og N-til á Vestfjörðum þar sem úrkoman er meiri nú (fyrstu 9 dagana) en verið hefur áður - Reykjavík er enn undir meti (hvað sem síðar verður).

Trausti Jónsson, 10.7.2014 kl. 11:57

3 identicon

Þetta þýðir að það sem af er mánuðinum er hann sá 18. kaldasti hér í höfuðborginni frá 1949 (miðað við kuldatímabilið 1965-98 eða svo (þ.e. yfir 30 ára tímabil), er þetta frekar slök útkoma!!).

Hvort það sé hins vegar afbrigðilegt eða ekki fer eflaust eftir því við hvað er miðað (hlýskeið, kuldaskeið) en ef við tökum tímabilið 1998 til í dag, þ.e. hlýskeiðið mikla, verður mánuðurinn að teljast til þeirra allra köldustu ... og leiðinlegustu.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b
  • w-blogg031124a
  • w-blogg311024a
  • w-blogg311024b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 308
  • Sl. viku: 1453
  • Frá upphafi: 2407458

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband