8.7.2014 | 01:08
Af stöðu veðurkerfa - einhver bót?
Illviðri helgarinnar er að mestu gengið hjá. Kuldapollurinn skilaði myndarlegum skúrum (og jafnvel þrumum) yfir Suðurlandi í dag - og enn rignir norðaustanlands í tengslum við leifar kerfisins. Nú er spurning hvað gerist næst. Til að velta vöngum yfir því lítum við á spá hirlam-líkansins um sjávarmálsþrýsting og úrkomu kl. 21 á þriðjudagskvöld (8. júlí).
Jafnþrýstilínur eru heildregnar, úrkoma er sýnd í grænu og bláu og sömuleiðis má sjá jafnhitalínur 850 hPa-flatarins strikaðar. Myndin batnar talsvert við stækkun.
Inn á kortið hafa verið settar þrjár tölur - við þau veðurkerfi sem við sögu koma næstu daga. Hjá tölunni 1 geta menn sett hitaskil sem liggja frá Norðursjó norður til Jan Mayen. Þarna er stutt á milli jafnhitalínanna +5 og +10 í 850 hPa. Óskin er sú að fá +10-línuna hingað til lands. Það er sennilega óhófleg bjartsýni. Í dag var hiti nærri frostmarki í þessari hæð hér yfir landinu.
Skilin hreyfast lítið - aðeins þó til vesturs. Austan þeirra er eðalhiti - fór í 30 stig á nokkrum stöðvum í Norður-Noregi í dag.
Næsta kerfi sem kemur hér við sögu er merkt sem númer 2. Þetta er úrkomusvæði sem nálgast úr suðvestri og við sleppum víst ekki við - allt í lagi með það - ekki nein aftakarigning né vindur.
Við verðum hins vegar að bíða spennt eftir kerfi sem merkt er númer 3 (við Nýfundnaland á kortinu). Þetta er dýpkandi lægðasvæði - öllu máli skiptir hvar það dýpkar. Gerist það á réttum stað fyrir sunnan land verður það til þess að hlýja loftið við Noreg dregst til vesturs við norðurjaðar lægðarinnar (kólnar að vísu nokkuð) en myndi þá veita okkur eina 2 til 3 hlýja daga (e.t.v. ekki alveg úrkomulausa). Dýpki lægðin of snemma heldur svaltíðin áfram með sunnan- og suðvestanáttum - en geri hún það of seint fáum við strax norðaustanátt - heldur svala líka. Úrslitastundin er á föstudag - kannski að reiknimiðstöðvar gefi okkur eitthvað styrkjandi fram að þeim tíma - eða þá enn meiri vonbrigði.
Sjá má tvær myndir af skúraskýjum dagsins á vegg fjasbókarútibús hungurdiska:
https://www.facebook.com/groups/hungurdiskar/
Frost var -27 stig í 5 km hæð yfir Suðurlandi í dag. Í dag var úrkoma fyrstu 7 daga mánaðarins komin í 132,2 mm í Birkihlíð í Súgandafirði - þar hefur úrkoma verið mæld síðan 1997. Þess má geta að þar hefur úrkoma fyrstu sjö daga júlímánaðar mest mælst 25,4 mm (2005). Á Reykjahlíð við Mývatn þarf að fara aftur til 1969 til að finna jafnblauta júlíbyrjun og nú, til 1972 á Tjörn í Svarfaðardal og á Staðarhóli í Aðaldal. Á Hlaðhamri í Hrútafirði þarf að fara aftur til 1978 til að finna jafnblauta júlíbyrjun og nú. Heldur þurrara er að tiltölu sunnanlands - en þó eru þar nokkrar stöðvar þar sem úrkoma er komin yfir meðallag júlímánaðar alls. Þar fara Vatnsskarðshólar líklega fremstir í flokki, en þar hefur fyrsta júlívikan ekki verið jafnblaut frá 1954. Allar úrkomutölurnar eru óyfirfarnar og því með fyrirvara.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 980
- Sl. sólarhring: 1107
- Sl. viku: 3370
- Frá upphafi: 2426402
Annað
- Innlit í dag: 874
- Innlit sl. viku: 3030
- Gestir í dag: 854
- IP-tölur í dag: 788
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.