Svöl mánaðarbyrjun

Júlímánuður fer frekar kuldalega af stað - þó er ekki kaldara en svo að hiti er enn yfir meðallaginu 1961 til 1990 austast á landinu. Samanburðurinn við síðustu tíu ár er mun óhagstæðari. 

Í viðhenginu er listi yfir vik fyrstu sex daga mánaðarins á þeim sjálfvirku stöðvum sem athugað hafa samfellt árin 2004 til 2013 - og eru enn mælandi. Tólf stöðvar halda enn í við tíu-ára meðaltalið, að tiltölu er hlýjast í Papey. Vegagerðarmegin eru tvær stöðvar enn ofan meðallagsins 2004 til 2013, Hvalnes (ekki svo langt frá Papey) og Kvísker í Öræfum. Allar aðrar stöðvar eru neðan meðallags.

Að tiltölu er kaldast á  Seljalandsdal og á Þverfjalli þar í grennd, -4.0 og -3,6 stig undir meðallagi og vik á þeim stöðvum á hálendinu þar sem snjóaði í hretinu eru litlu minni. En lítið á listann. 

En þrátt fyrir þetta hafa fyrstu 6 dagar mánaðarins 15 sinnum verið kaldari síðustu 65 árin í Reykjavík og 25 sinnum á Akureyri. Það vantar því mikið upp á að við séum að tala um eitthvað verulega afbrigðilegt. Á átta stöðvum (norðanlands) er úrkoman hins vegar nú þegar komin upp fyrir meðalúrkomu alls júlímánaðar. 

Ætli við fáum ekki venjulegra veður næstu viku - trúlega mjakast hitinn upp eftir kvarðanum.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 521
  • Sl. sólarhring: 551
  • Sl. viku: 1030
  • Frá upphafi: 2351821

Annað

  • Innlit í dag: 492
  • Innlit sl. viku: 929
  • Gestir í dag: 479
  • IP-tölur í dag: 464

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband