5.7.2014 | 01:18
Skammt undan - en samt alveg utan seilingar
Ekki er mjög langt í hásumarloftið - en það er samt alveg utan seilingar (svo langt sem séð verður). Kortið hér að neðan sýnir þykktarspá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir á hádegi á sunnudaginn (6. júlí).
Jafnþykktarlínur eru heildregnar og merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Því meiri sem þykktin er því hlýrri er neðri hluti veðrahvolfs. Litafletir sýna hita í 850 hPa-fletinum, en hann er í um 1300 metra hæð yfir landinu - jöklar og hæstu fjöll stinga sér upp í hann. Á grænum og bláum svæðum er hitinn undir frostmarki. Kortið og þar með tölur og kvarði verða mun læsilegri sé kortið stækkað (í vafra yðar).
Þykkt sem er minni en 5400 metrar er varla boðleg í júlí - og ekki batnar skúffelsið þegar horft er á kræsingarnar til beggja átta. Við sjáum í 13 stig uppi í hægra horni - opinbert júlíhitamet í 850 hPa yfir Keflavíkurflugvelli er einmitt 12,7 stig [ein gömul mæling í 13,9 - en það þarf að skoða hana betur].
Líka er hlýtt í suðvesturhorni kortsins - en ekki alveg eins í 850 hPa og er fyrir norðaustan land.
Og þykktin er heldur ekkert slor - við sjáum 5620 metra línuna við töluna 13 og suðvestur í hafi sést sama lína - en það er miklu venjulegra á þeim suðurslóðum.
En okkur eru allar bjargir bannaðar - kuldapollurinn stíflar öll innflutt hlýindi - innflutningshöft ríkja. Einhvers staðar verða vondir (kalda loftið) að vera - best væri á skáskjóta því norðvestur til Grænlands [kannski í næstu viku - með tilheyrandi kostnaði] - nú eða þá suðaustur til Frakklands - bretar eru nú þegar litlu betur settir en við.
Nokkur vindhraðamet júlímánaðar féllu á sjálfvirku stöðvunum í dag (föstudag 4. júlí), t.d. á Ísafirði, Súðavík, Hraunsmúla í Staðarsveit, Garðskagavita og Þingvöllum en allar þessar stöðvar byrjuðu að athuga fyrir aldamót. Eitthvað óvenjulegt er þetta.
Sömuleiðis að ekki tók nema þrjá daga fyrir úrkomuna í Mjólkárvirkjun að komast upp fyrir meðaltal júlímánaðar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 7
- Sl. sólarhring: 390
- Sl. viku: 1433
- Frá upphafi: 2407438
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1279
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þakka þér fyrir allan þinn flóðleik um veður fyrr og síðar. Ég sagði nú í morgun. þegar ég heyrði veðurfréttirnar, að þetta myndi verða sumarið, sem kom og fór, án þess að verða nokkurn tíma almennilegt sumar, ef þetta ætti að verða svona áfram. Ég skil ekki orðið þróunina í þessu veðri hérna á Íslandi, og ég hugsa, að svo sé um fleiri. Mér finnst orðið svo lítill munur á árstíðum veðurfarslega séð, að það er mjög erfitt að átta sig á því, hvort það er vetur, sumar, vor eða haust. Veðrið er eiginlega alltaf eins. Veðurfarið hér á Íslandi í dag miðað við það, sem áður var, ekki síst, þegar ég var að alast upp á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, er orðið þvílíkt, að maður fer að spyrja sjálfan sig, hvort jörðin sé að umpólast. Mér fannst ég líka einhvern tíma lesa eitthvað um það í erlendum blöðum, að svo væri. Þetta er mjög undarlegt veðurlag orðið hérna á landinu, en það væri fagnaðarefni, ef kæmi einhvern tíma almennilegt sumar, áður en sumarið liði. Hundadagarnir fara bráðum að byrja. Ég man þá tíð, að fyrstu vikur júlímánaðar voru alltaf góðir, en eftir 13. júlí, upphaf hundadaga, þá var stöðug rigning. Þetta er ekki til í dæminu lengur. Ég vona svo sannarlega, að komi hlýrri vindar hérna á næstu vikum en blása í gegnum gluggann hjá mér í Vesturbænum þessa stundina.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2014 kl. 11:00
Þakka þér fyrir Guðbjörg. Hundadagar þóttu skæðir á árum áður og almenn sú skoðun að rigndi við upphaf þeirra væri sumarið búið. Ekki hefur það þó alltaf farið svo. Fyrir 8 árum voru júnímánuður og fyrri hluti júlí - og þar á meðal fyrstu hundadagarnir sérlega leiðinlegir með rigningarhvassviðrum og hálfgerðu haustveðri. En þá breytti snögglega um tíð og hélst gott það sem eftir lifði sumars. Mörg mjög slæm hret hafa komið snemma í júlí - kannski bý ég til lista yfir einhver þeirra.
Trausti Jónsson, 5.7.2014 kl. 13:29
"Það væri fagnaðarefni ef einhvern kæmi almennilegt sumar áður en sumarið liði." Einhvern tíma! Þegar alla þesa öld hafa komið sumur hvert öðru betri, hlý og sólrík sem sjaldan fyrr. Þangað til í fyrra. Annars hafa verið frábær sumur í háa herrans tíð. Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem ég hef séð fólk á netinu vera að lofa sumrin eftir miðja síðustu öld og áfram á kostnað síðustu ára. Þvílík öfugmæli!
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.7.2014 kl. 15:11
Sumrin 2007-2012 voru sérlega góð í Vesturbænum.
Emil Hannes Valgeirsson, 5.7.2014 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.