Óvenju lágur hámarkshiti

Enn einn „óvenjueitthvađpistill“. Upphaf hans er minniháttar bilun sem í dag varđ á vef Veđurstofunnar. Ţar má ađ jafnađi sjá hćsta hita dagsins á landinu á forsíđu veđurathugana - endurnýjađan á klukkustundarfresti gerist ţess ţörf. Í dag (fimmtudaginn 3. júlí) brá svo viđ ađ ţar sat talan 14,5 stig í toppsćti alveg frá ţví kl. 10 og situr nú enn ţegar nálgast miđnćtti.

Ţetta var grunsamlega lág tala - grunsamlega vegna ţess ađ ţađ er ekki oft sem dagshámarkshiti landsins er undir 15 stigum. Ţegar leitađ var betur kom í ljós ađ hinn raunverulegi hámarkshiti dagsins var einu stigi hćrri, 15,5 stig sem mćldust í Árnesi kl. 14. 

En hversu algengt er ţađ ađ hámarkshiti júlídags sé lćgri en í dag? Vitlegar tölur úr sjálfvirka stöđvakerfinu ná aftur til sumarsins 1996. Síđan ţá hefur dagshámarkiđ ađeins 20 sinnum veriđ lćgra í júlí heldur en var í dag. Á eins til tveggja ára fresti. Sé listinn skođađur nánar kemur í ljós ađ 14 tilvik af ţeim 20 eru frá ţví fyrir aldamót og eftir 2004 hefur ţađ ađeins einu sinni gerst ađ hámarkshiti dagsins hefur veriđ undir 15,5 stigum, ţađ var 24. júlí 2009 (ţá 14,7 stig). 

Viđ getum ađ einhverju leyti ţakkađ ţéttara stöđvakerfi ţví ađ tilvikum sem ţessum hefur fćkkađ - en ţađ hefur líka eitthvađ međ hlýindin miklu á öldinni ađ gera.

Ţađ má líka leika sér svona međ mönnuđu stöđvarnar. Á ţeim komst hitinn hćst í dag í 14,6 stig, á Eyrarbakka og í Hjarđalandi. Nú er fjöldi mannađra stöđva ekki nema ţriđjungur ţess sem var fyrir um áratug eđa svo. Líkur fara ţví vaxandi á ţví ađ kerfiđ finni ekki háan hita sem ţéttara kerfiđ hefđi fundiđ fyrir áratug og meira. Hvort slíkt á viđ daginn í dag vitum viđ ekki. 

En tökum ţessa tölu, 14,6 stig, góđa og gilda. Á tímabilinu 1949 til 2013 var hćsti hámarkhiti dagsins á landinu 58 sinnum lćgri en í dag - tćplega einu sinni á ári. Ţar af eru fjórir dagar í júlí í fyrra (2013), ţrír međ 13,6 stig hćst, en einn međ 14,3 stig hćst. Takiđ eftir ţví ađ alla fjóra dagana var hćsta hámark á sjálfvirku stöđvunum hćrra en 15,5 stig. Ţetta bendir til ţess ađ mannađa kerfiđ eigi erfiđara en áđur ađ ná „raunverulegu“ dagshámarki. Gćsalappirnar eiga ađ minna á ţađ ađ meira ađ segja sjálfvirka kerfiđ, jafnţétt sem ţađ nú er, nćr örugglega aldrei (eđa nćrri ţví örugglega aldrei) raunverulegum hámarkshita landsins. 

En ađ slepptum dögunum fjórum í júlí í fyrra er ađeins einn dagur ţađ sem af er öldinni međ lćgra landshámark mannađra stöđva heldur en í dag. Ţađ er dagurinn sem ţegar hefur veriđ minnst á, 27. júlí 2009 (13,5 stig - 1,2 stigum lćgra en sama dag á sjálfvirku stöđvunum). Síđan ţarf ađ fara aftur til júlí 1995 til ađ finna landshámarkshita undir 14,6 stigum. 

En hvađa júlídagur á ţá lćgsta landshámarkshita frá og međ 1949? Ţađ er 2. júlí 1973, ţá var landshámarkshitinn ađeins 12,7 stig. Ţetta er eini dagurinn međ landshámarki undir 13 stigum á öllu tímabilinu 1949 til 2013. 

Viđ getum séđ af ţessu ađ ţađ hefđu veriđ talsverđ tíđindi ef landshámarkshitinn í dag hefđi ekki veriđ hćrri en 14,5 stig. - En hann var sem sagt 15,5 stig. 

Fleira óvenjulegt átti sér stađ í dag - m.a. var úrkoma norđantil á Vestfjörđum óvenjuleg - en ekki ţó út úr kortinu.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemtilegur ţessi hiti nú er ég á nćsta bć viđ jarđarland yfirleitt munar um 3.gráđum á okkur senilega er ţađ hćđarmunurin mćlirinn ţar er í um 88.m.y.s. viđ í um 110. m.y.s. eins erum viđ aflokađri en samat ţettađ eru ekki nema um 4-6.kílómetrum á milli stađana

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráđ) 4.7.2014 kl. 07:12

2 identicon

Ţetta sumar ćtlar ađ verđa vonbrigđi ársins. Ekkert bendir til ađ viđ fáum sumarveđur á nćstunni skv. langtíma spám, heldur áframhaldandi októberveđur, hvassviđri, vćtu og svalt veđur.

Og hvernig verđur ţá framhaldiđ ţađ sem eftir lifir sumars, ef júlímánuđur á ađ vera besti mánuđur hvers árs veđurfarslega séđ?

Ágúst er venjulega sá mánuđur ţegar ringnir sem mest sérhvert sumar, enda byrja haustlćgđirnar ađ streyma til okkar á fullu í ágúst, ţó svo ţćr hafi byjađ heldur snemma í ár.

Einar Ţór (IP-tala skráđ) 4.7.2014 kl. 22:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 159
  • Sl. sólarhring: 203
  • Sl. viku: 2080
  • Frá upphafi: 2412744

Annađ

  • Innlit í dag: 151
  • Innlit sl. viku: 1825
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband