30.6.2014 | 00:21
Óvenjudjúp lægð(?)
Óvenjueitthvað dag eftir dag? Já, þannig verður það víst að vera. Það verður að teljast óvenjulegt þegar reiknimiðstöðvar spá loftþrýstingi nærri lágmarksmeti júlímánaðar. En athugum samt að lægðin er ekki komin - og varla orðin til þegar þetta er skrifað (seint á sunnudagskvöldi 30. júní). - Stundum eru lægðir líka dýpri í spám heldur en þær verða í raun og veru.
En það er samt þannig að þrýstingur hefur ekki nema 13 sinnum mælst lægri en 980 hPa hér á landi í júlímánuði (frá 1873) - svona á 10 ára fresti að meðaltali - en fjórum sinnum á síðustu tuttugu árum. Það hefur aðeins gerst þrisvar að þrýstingur hefur mælst lægri en 975 hPa hér á landi - á 40 til 50 ára fresti að meðaltali - en aldrei undir 972,4 hPa. Það met var reyndar sett fyrir aðeins tveimur árum, 22. júlí 2012, þegar loftvogin á Stórhöfða (leiðrétt til sjávarmáls) sýndi þessa tölu. Þrýstingur í lægðarmiðjunni þeirri var lægstur áður en hún rakst á landið, evrópureiknimiðstöðin sýndi 967,8 hPa - sjá kortið hér að neðan - það batnar við stækkun þannig að hægt er að lesa haustextann.
[Athugið vel að kortið er frá árinu 2012 - en á ekki við næstu daga]. Þótt landið sé stórt, 100 þúsund ferkílómetrar, er það aðeins lítill hluti lægðaleikvangs Atlantshafsins. Því eru líkur á því að 970 hPa lægð hitti á landið í júlí - einmitt þegar hún er dýpst - ekki svo miklar - jafnvel þótt þær séu margar á sveimi um leikvanginn.
Þegar þetta er skrifað spáir evrópureiknimiðstöðin lægðinni nýju niður í 971 hPa á miðvikudagskvöld - og að þá verði hún við norðausturströndina. Bandaríska veðurstofan sýnir lægst 980 hPa á svipuðum tíma - ansi munar miklu. Kanadíska veðurstofan er þarna á milli - með 977 hPa og sú breska líka, með 975 hPa.
En það er annað. Þessar miðstöðvar spá allar óvenjulágum 500 hPa-fleti á sama tíma. Lægsti 500 hPa flötur sem við höfum frétt af yfir Keflavíkurflugvelli í júlímánuði er 5240 metrar - og í endurgreiningum má finna tölur niður í 5210 metra.
Það gæti því verið að atlagan að 500 hPa-hæðarmetinu verði harðari heldur en sú sem beint er að loftþrýstingi til sjávarmál. E.t.v. á svipað við um aðra hæðarfleti, 300 hPa met eru t.d. líka í hættu, en eldri gögn eru lítt aðgengileg og þvæla málið.
Eins og venjulega láta hungurdiskar Veðurstofuna um veðurspár næstu daga - en halda áfram að fylgjast með því óvenjulega.
Svo er spurningin hversu langan tíma tekur að hreinsa upp eftir þessa lægð - kippir hún meiru en fjórum til fimm dögum út úr sumrinu hlýja? Tekst henni að ná í kalt loft norðan úr höfum?
Hafi lesendur fyrirspurnir eða athugasemdir eru þeir vinsamlega beðnir um (sé þeim það unnt) að beina þeim frekar á fjasbókarsíðu hungurdiska [https://www.facebook.com/groups/hungurdiskar/] heldur en á þetta blogg. Fjasbókarfjendur geta þó reynt bloggið - en ekki er öllum athugasemdum hleypt þar samstundis að.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:06 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.11.): 404
- Sl. sólarhring: 452
- Sl. viku: 1724
- Frá upphafi: 2407418
Annað
- Innlit í dag: 370
- Innlit sl. viku: 1553
- Gestir í dag: 359
- IP-tölur í dag: 339
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Misvísandi veðurspár frá sömu veðurstofu?
Í sjónvarpinu í gær var spáð miklum vindhviðum á Snæfellsnesi.
Þori varla að hafa eftir vindhraða. Um allt vestanvert landið á að vera mikill vindur og rigning, þriðjudag og miðvikudag. Samkvæmt henni þarf að vara ferðalanga betur við. Allt lauslegt þarf að njörva niður?
Allt annað er að sjá á sjálfvirkri veðurspá.
Sigurður Antonsson, 30.6.2014 kl. 02:39
"sumrinu hlýja"?
Mér finnst nú nær að tala um rigningarsumarið hér á Suður- og Vesturlandi, enda verður maður lítið var við "hlýindin" þegar rignir og er þungbúið dag eftir dag eins og allur júnímánuður hefur verið meira og minna. Er þetta annað árið í röð hér á suðvesturhorninu sem þetta er raunin.
Talandi um hlýindi þá er kalt um alla norður Evrópu þessa daganna og spyrja Norðmenn sig t.d. hvort sumarið sé búið.
Eitthvað virðist þannig hafa dregið úr hnattrænu hlýnuninni!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 04:55
Hlýindi og rigningar geta auðvitað farið saman. Ekki er hægt af nokkru viti að horfa framhjá þessum miklu hlýindum sem ríkt hafa í júni sem víða er að slá met fyrir meðalhita júnímánaðar. Hlýindi eru þetta og hlýindiskulu þau heita. Að komi tveir úrkomusamir og sólarlitlir júnímánuðir í röð (samt ekkert sérlega líkir að öðru leyti) , jafnvel heilt sumar, og þó þau væru þrjú, er svo hversdagslegt fyrirbrigði á Íslandi að það boðar ekki neinar raunverulegar veðurfarsbreytingar, hvorki hér né annars staðar, hvað þá heimskólnun eftir hlýjasta maí í sögu mælinga í heiminum. - en kannski heimsendi!
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.6.2014 kl. 14:28
Þó svo að meðalhiti sé "hár" í sögulegu samhengi, þá hefur sumarið ekki verið neitt sérlega hlýtt hvað þá gott.
Maður þarf ekki að vera með Ph.-gráðu í veðurfræði, hvað þá stærfræði til að finna það út, að þegar dagshiti er 12 gráður, og næturhitinn 9 gráður, þá fær maður út meðalhita sem er 10,5 gráður yfir daginn.
Sumarið er þrátt fyrir reiknaðan háan meðalhita, ekki búið að vera sérlega gott og í raun ömurlegt, en þetta mun kalla á sannkallaða sprengingu í utanferðum landans til veðurbetri staða seinna í sumar.
Sigurður Þór, ég skil umkvartanir fólks vel varðandi leiðinlegt sumarveður. Sumarið er stutt hér á landi og á að vera besti tími ársins veðurfarslega séð og sá bjartasti, og fólk er búið að hlakka til að njóta sumarfrísins í góðu veðri og sólskini. Og svo verður þetta einn sá dimmasti og votasti og eyðileggur sumarfrí fólks.
Einar Þór (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.