Snjór í júnílok í ár og í fyrra

Hér var fjallað um samanburð á sýndarsnjómagni í harmonie-líkaninu seint í apríl og seint í maí í ár (2014) og í fyrra (2013). Lítum á stöðuna seint í júní. Sýndarsnjór er sá kallaður sem liggur á landinu í harmonie-veðurlíkaninu. Snjór bæði fellur og bráðnar í líkaninu - rétt eins og í raunheimi. Takist vel til er samræmi milli líkans og þess sem við sjáum. 

Kortið sýnir mismun sama dag ársins, 27. júní - tölur eru kíló á fermetra.

w-blogg280614a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brúnir og grænir litir (og neikvæðar tölur) sýna svæði þar sem sýndarsnjórinn er minni í ár heldur en í fyrra en þeir bláu sýna hið gagnstæða. 

Snjór er mun meiri heldur en í fyrra á í kringum Drangajökul á norðanverðum Vestfjörðum, líka meiri á Glámuhálendinu. Í útfjöllum á Tröllaskaga er minni snjór heldur en í fyrra, en meiri á hærri fjöllum í kringum Eyjafjörð og inni af honum, sömuleiðis kringum Fnjóskadal og vestan Bárðardals, á háfjöllum við Vopnafjörð og víða á Austfjörðum. Meiri snjór en í fyrra er á Bárðarbungu, efsta hluta Hofsjökuls og vestan megin á Öræfajökli, en annars er snjór minni á jöklum mið- og suðurhálendisins heldur en í fyrra. 

Svo sýnist sem snjór sé lítillega meiri á sýndar-Eiríksjökli líkansins heldur en í fyrra - en nokkru minni á Snæfellsjökli. 

En hvort munur sumarsins í ár og í fyrra sé raunverulega þessi vitum við ekki. Þó vitum við það að bæði í líkani og raunheimum eru snjófyrningar á háfjöllum og jöklum enn miklar þótt þær rýrni í hlýindunum þessa dagana.  

Munið fjasbókarsíðu hungurdiska - þar eru stöku sinnum (bara stöku sinnum) fréttir:

https://www.facebook.com/groups/hungurdiskar/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef ekki séð jafn mikinn snjó í fjöllum á Austfjörðum frá því ég flutti á Reyðarfjörð 1989.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.6.2014 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júní 2023
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

 • w-blogg070623a
 • Slide16
 • Slide15
 • Slide14
 • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (10.6.): 183
 • Sl. sólarhring: 431
 • Sl. viku: 2859
 • Frá upphafi: 2271225

Annað

 • Innlit í dag: 178
 • Innlit sl. viku: 2582
 • Gestir í dag: 175
 • IP-tölur í dag: 173

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband