Rífandi leysing á háfjöllum

Nú (helgina 21. og 22. júní) er rífandi leysing á háfjöllum á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. Sýndarsnjóa leysir líka í harmonie-líkaninu í hlýindunum og gefur vísbendingu um þá raunverulegu. Kortið sýnir leysingu og úrkomu tveggja sólarhringa, frá föstudagssíðdegi til sama tíma á sunnudag.

w-blogg210614a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kvarði og kort batna talsvert við stækkun. Tölur og litir sýna úrkomu og leysingu í mm. Á dökkbláu svæðunum er leysing (+ úrkoma) meiri en 75 mm - það samsvarar 75 lítrum á fermetra. Reikningsglöggir geta fundið hversu mikið það er á hektara eða ferkílómetra.  

Á Hofsjökli og Vatnajökli sést vel að leysingin er mest neðarlega á jöklunum - en minnkar upp á við. Hún t.d. lítil á Bárðarbungu. Enn er sá galli í líkaninu - að jökulís bráðnar ekki - heldur aðeins snjór sem safnast hefur saman frá því að snjómagnið var núllstillt í september. Þessi galli kemur ekki að sök ennþá - en verður trúlega áberandi síðar í sumar þegar allur sýndarsnjórinn hefur bráðnað af leysingasvæðum jöklanna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.8.): 56
 • Sl. sólarhring: 440
 • Sl. viku: 1695
 • Frá upphafi: 1952366

Annað

 • Innlit í dag: 49
 • Innlit sl. viku: 1466
 • Gestir í dag: 47
 • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband