7.6.2014 | 01:08
Íslandssöguslef 6 (ísvísitala Astrid Ogilvie)
Í síðasta pistli var fjallað um ístölu Lauge Koch en í þessum er fjallað um þá sem kennd er við Astrid Ogilvie. Rétt að taka fram að Astrid vinnur að endurskoðun tímaraðarinnar og er splæsingu tímans eftir 1860 við það sem á undan fer ekki lokið. Gerð mælitölunnar er skýrð og yfirlit gefið um heimildir í fyrstu tilvitnuninni neðst í pistlinum.
Þetta líkist auðvitað Koch-tölunni en röð mestu ísára er ekki alveg sú sama og eins eru íslausu árin ekki alveg þau sömu. Mælitalan er hér hæst 1782 (árið fyrir Skaftárelda) og hún er mjög há árið 1888.
Samkvæmt mælitölu Koch voru 62 íslaus ár á 17. öld, en 68 hjá Ogilvie, á 18. öld voru þau 55 hjá Koch en 44 hjá Ogilvie. Á 19. öld voru 12 íslaus ár hjá Oglive, en 27 hjá Koch. Ljóst er að einhverrar samræmingar er þörf.
Það er viðbúið að mikið vanti af litlum ís í þessar raðir - jafnvel meðalís, en við skulum vona að tekist hafi að veiða mestu ísaárin. Við vitum af reynslu síðustu 3 áratuga að lítilsháttar ís er iðulega að flækjast skammt frá ströndum landsins og að algjörlega íslaus ár eru e.t.v. fágæt. Varla er trúlegt að þau hafi komið tugum saman á 17. og 18. öld þegar mikil göt eru í rituðum heimildum.
Á myndinni hér að ofan má sjá að minnsta kosti fimm breið íshámörk. Það fyrsta er frá því um 1600 og til um 1640, það næsta frá um 1680 til 1710, það þriðja frá því fyrir 1780 til 1840, það fjórða frá 1855 til 1920 og síðan hafísárahámarkið
Í næsta Íslandssöguslefi leggjum við mælitölurnar tvær ofan í hvora aðra og sjáum hvað kemur út.
Helstu heimildir um ístölu Astrid Ogilvie:
Ogilvie, A., 1984: The past climate and sea-ice record from Iceland, Part 1: Data to A.D. 1780.
Climate Change, 6, 131152.
Ogilvie, A. and Jónsdóttir, I., 2000: Sea ice, climate and Icelandic fisheries in historical times.
Arctic, 53, 282394.
Ogilvie, A. and Jónsson, T., 2001: Little ice age research: a perspective from Iceland. Climate
Change, 48, 1213.
Nú (7. júní) bíða 20 eldri pistlar enn birtingar og því smábið á því að hungurdiskar komist í takt við samtíma sinn. Enn skal því bent á fjasbókarhóp diskanna - sýnilegur öllum fjasliðum en á áskrif þarf að halda til að fá nýjustu fréttir - og til að bera fram spurningar eða athugasemdir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:16 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 230
- Sl. sólarhring: 230
- Sl. viku: 2151
- Frá upphafi: 2412815
Annað
- Innlit í dag: 216
- Innlit sl. viku: 1890
- Gestir í dag: 195
- IP-tölur í dag: 188
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.