Éljagarður

Síðdegis í dag (sunnudag 9. mars) gekk nokkuð snarpur éljagarður inn á Reykjanesskaga og hélt síðan áfram til norðurs - en af mjög minnkandi afli. Éljagarðar sem þessir voru á árum áður sérlega hættulegir á vetrarvertíð á Suðvesturlandi þegar hann rauk allt í einu upp af vestri úr hægri landátt þegar fjöldi smábáta var á sjó.  

Garðurinn sem gekk yfir í dag var hins vegar búinn að vera inni í veðurspám í marga daga - aðeins var spurning um hversu snarpur hann yrði og hversu lengi hann varði. Við skulum líta á vindhraðarit frá Keflavíkurflugvelli (af vef Veðurstofunnar).

w-blogg100314a 

Vindur var mjög hægur, síðast af suðsuðaustri, allt þar til skömmu eftir kl. 16 að hann rauk á nokkrum mínútum upp í vestsuðvestan 17 m/s og hviður fóru yfir 20 m/s. Hiti breyttist lítið og ekkert sérstakt var að sjá á loftþrýstiriti. Ritstjórinn fylgdist lítt með skýjafari í dag - var þar að auki ekki á Reykjanesi - en ábyggilega hefur þurft glöggt auga til að sjá hvað í vændum var.

En tölvuspár sáu garðinn vel - sem dæmi er hér spá harmonie-líkansins kl. 20 - en þá var garðurinn kominn upp á Akranes og vind sunnan við hann tekinn að lægja.

Á þversniðum sást að hringrás garðsins náði að minnsta kosti 3 km hæð - en raki barst ofar.

w-blogg100314b 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þetta orð Éljagarður yndislegt og hrollvekjandi. Það segir alveg það sem segja þarf, en ég hef ekki heyrt það áður. Nordan hardan gerdi gard og svo framvegis, og nú er farið að blásta hér hjá mér, var annars ósköp milt veður í dag, og nú er notalegt að kúra inni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2014 kl. 19:15

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það hefði verið áhugavert að sjá myndband eða myndasyrpu þegar éljagarðurinn skall á - veit einhver af slíku?

Höskuldur Búi Jónsson, 10.3.2014 kl. 21:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ekki ég, en ég varð svo sannarlega vör við hann þegar hann skall á hér, þó heyrist afar lítið í mínu húsi. En núna er hann bálhvass og gott að vera inni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2014 kl. 23:09

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Man reyndar eftir svona skoti, ég var að aka heim frá Hnífsdal og var í Prestabugrinni, þegar eins og hendi var veifað ofsaveður skall á, án nokkurs fyrirvara. Tveir rækjubátar fórust þann dag, það var alveg rosalegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2014 kl. 23:11

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Trausti: veist þú hvort gefin hefur verið út bók fyrir almenning með t.d. upplýsingum hvers konar skýjafar vísar í hvernig veður, blikur á lofti og svo framvegis? Er hægt að læra að verða veðurglöggur?

Höskuldur Búi Jónsson, 12.3.2014 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 1763
  • Frá upphafi: 2348641

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1544
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband