Staða meðaltala eftir átta daga af mars

Mars fer frekar hlýindalega af stað - þótt skakviðri fylgi. Lítum á meðaltöl fyrstu átta dagana.

Fyrst eru vik miðuð við 1961 til 1990:

stöðármándagarmhitivikúrkvikmþrýstþrýstivik  
12014381,270,7-3,3983,5-17,1 Reykjavík
1782014380,531,2-6,9984,4-19,4 Stykkishólmur
4222014381,022,112,1985,8-16,7 Akureyri
6202014382,782,437,6985,3-17,4 Dalatangi
7052014382,922,022,2985,0-16,4 Höfn í Hornafirði

Og síðan 2004 til 2013:

stöðármándagarmhitivikúrkvikmþrýstþrýstivik  
12014381,27-0,1-5,8983,5-19,0 Reykjavík
1782014380,53-0,3-10,7984,4-18,0 Stykkishólmur
2522014380,150,2-11,5986,3-16,6 Bolungarvík
4222014381,020,710,2985,8-18,0 Akureyri
6202014382,781,341,8985,3-19,0 Dalatangi
7052014382,921,315,8985,0-14,9 Höfn í Hornafirði

Hiti er vel ofan meðallagsins 1961 til 1990, en í því miðað við 2004 til 2013 um landið vestanvert, fyrir norðan og austan er hiti vel ofan beggja meðaltala.

Úrkoma er enn undir meðallagi um landið vestanvert, vikadálkurinn sýnir hversu langt magnið (í mm) liggur undir eða ofan meðallagsins. Fyrir norðan og austan er úrkoma enn ofan meðallags beggja tímabila. Þetta gæti breyst næstu daga því mikilli úrkomu er spáð um landið vestanvert og neikvæða vikið vinnst fljótt upp.

Þrýstingur er enn langt undir meðallagi beggja tímabila, en ef trúa má spám hækkar hann eitthvað næstu viku til tíu daga - þrátt fyrir mikinn lægðagang - svo einkennilega sem það kann að hljóma.

Mánudagslægðin er enn nokkuð ógnandi en von er til þess að versta veðrið fari vestan við land.

Tryggir lesendur taka eftir því að færsla gærdagsins hefur verið fjarlægð - af sömu ástæðu og venjulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er engin kuldatíð framundan og spáð allt að sex stiga hita og rigningu á morgun þannig að snjórinn ætti að hverfa fljótt. Kuldinn sem Trausti var að spá fyrir helgi var ekki meiri en svo en að það var frostlaust í nær allan gærdag hér í borginni, og þíða, og svo eins núna á sunnudagsmorgni.

Emil Hannes kom með innlegg í síðustu færslu, um mars í fyrra samanborið í ár, sem ég ætlaði að svara þar en sú færsta er ekki lengur til! Hef ég grun um að Pálmi Vestmannaeyingur hafi átt þar hlut að máli, án þess þó reyndar að ég viti það. Fer þá ekki að verða tími til kominn að ræða við þann mann og fá hann til að róa sig aðeins?

En aftur að mars í ár og í fyrra. Emil talaði um að mars í fyrra hafi verið mildur og er það eflaust að hluta til rétt hjá honum. Mánuðurinn var hins vegar mun kaldari en fyrstu tveir mánuðurnir (jan-feb) og upphafið af þeirri kuldatíð sem varaði út árið hér á Suður- og Vesturlandi.

Mars var reyndar frekar kaldur í fyrra eða +1,2 stig, sem er tæplega einu stigi kaldara en á hlýskeiðinu 1931-60. Sömu sögu er að segja ef litið er til síðustu 10 ára.

Hann var hins vegar 0,8 gráðu hlýrri en meðaltal kuldaáranna 1961-90, sem er reyndar að verða fjári skrítinn samanburður nú á þessu yfirstandandi tímabili "hnattrænnar hlýnunar", sem hefur verið viðvarandi síðan 1995 eða svo.

Hvað verður með mars í ár er erfitt um að spá en hann virðist ætla að vera á sama róli og í fyrra - og þá verður árið í ár eins og síðasta ár eða hvað?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 09:48

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er rétt hjá þér Torfi að mars í fyrra var kaldari en tveir fyrstu mánuðirnir og engin furða því samanlagt voru jan. og feb. í fyrra sérstaklega hlýir. Mars í fyrra var þó ekkert sérstaklega kaldur í Reykjavík (1,2°C) þótt hann hafi ekki náð meðalhita 10 árana þar undan. Hann var hinsvegar alls ekki tæplega „einu stigi kaldari en á hlýskeiðinu 1931-60“ því meðalhiti mars á því tímabili var 1,4°C í Reykjavík . Munurinn er 0,2 stig.

Annars man ég ekki eftir að hafa talað um að milt hafi verið í mars í fyrra. Ég sagði hinsvegar að fyrir utan fyrstu vikuna hafi hann verið sólríkur og þurr í Reykjavík með ríkjandi austlægum áttum en ekki umhleypingum eins og nú eru uppi.

Meðalhiti marsmánaðar hækkar að öllu jöfnu þegar á líður í takt við hækkandi sól. Samkvæmt þessari bloggfærslu er meðalhitinn í Reykjavík þegar kominn í 1,27 stig fyrstu 8 dagana, sem er mjög ásættanlegt og stefnir því í hlýjan mánuð með sama áframhaldi, nema auðvitað norðanáttin nái sér á strik með frostum.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.3.2014 kl. 11:26

3 identicon

Ég rengi þig ekki Emil um tímabilið 1931-60 þó ég hafi skráð annað hjá mér. Annars vil ég benda á að það er nú aðeins rúmlega vika búin af mars og umhleypingarnar svipaðar nú og í fyrra, það sem af er.

Auk þess hlýnaði nú lítið þegar líða tók á mars í fyrra þrátt fyrir hækkandi sól, enda oft mikið frost á nóttinni í þeim mánuð, einmitt vegna þess hve léttskýjað var oft á tíðum. Svo varð apríl auðvitað mjög kaldur þrátt fyrir blessaða sólin.

Ég vona hins vegar að mars verði hlýrri í ár en í fyrra og svo auðvitað vorið og sumarið (sem aldrei kom hér á suðurhelmingi landsins). Úrkoman núna lofar að minnsta kosti góðu, þ.e. að það rigni nú síðla vetrar en ekki í sumar!

Svona að lokum má benda á dásamlegt veður úti þessa stundina, sól og næstum því logn. Það síðarnefnda passar auðvitað vel við spá blessaðra veðurfræðinganna (og lýsingu þeirra á veðrinu eins og er), þ.e 8-15 m á sek!

Því er um að gera að hætta öllu karpi og drífa sig út í göngutúr!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 11:56

4 identicon

"Tryggir lesendur taka eftir því að færsla gærdagsins hefur verið fjarlægð - af sömu ástæðu og venjulega."(sic)

Já Trausti, hefðbundin ritskoðun síðuhaldara fór ekki framhjá tryggum lesendum.

Hér virðist einn maður (les: síðuhaldari) mega tala frjálslega um "aukin gróðurhúsaáhrif" (smbr. http://trj.blog.is/blog/trj/entry/1361942/), en þegar tryggir lesendur leyfa sér að minnast á slíka ósvinnu skortir ekki villumeldingarnar.

Í athugasemd við bloggið sem hvarf leyfði ég mér að benda á þá staðreynda að meðalhiti febrúarmánaðar sl. er á pari við febrúar 1981 (https://twitter.com/SteveSGoddard/status/441648875850301440/photo/1/large). Auðvitað ber að beita hefðbundinni ritskoðun á svona skelfilegar upplýsingar.

Þessi pólitíski rétttrúnaður er svo í anda góðvina ritstjórans á loftslag.is, en þeir félagar veigra sér ekki við því að vaða í íslenska fjölmiðla og heimta afturköllun/afsökun á birtingu frétta sem koma við kaunin á kolefnistrúnni (http://www.loftslag.is/?p=14645). Já, það er skelfilegt að benda landsmönnum á að klæðast úlpum, treflum og vettlingum í ímynduðu ofsahlýnuninni.

Að lokum vil ég vinsamlegast benda síðuhaldara á að kynna sér þau verkfæri sem í boði eru á moggablogginu. Ef Trausti kýs svo þá getur hann hæglega lokað á athugasemdir sem honum eru ekki að skapi og/eða breytt aðgangsheimildum á alla kanta. En það kostar auðvitað að setja sig aðeins inn í tölvutæknina.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 12:17

5 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Væri til í að vita vetrarstöðuna í meðaltalsloftþrýsting á Íslandi?

E.s. Mér til mikilla leiðinda þarf ég að svara T.S og H.H.

Torfi, á hvaða forsendum ertu að rægja mig hér núna? Svo vil ég benda þig á Torfi að ég er búinn að vera kannski full rólegur yfir ærumeiðandi ummæli ykkar Hilmars. Ef einhverjir ættu að ræðast við undir 4 augu þá skal ég koma í heimsókn til þín. Æ!!!! nú les hann Torfi sennilega hótun úr þessu.

Hilmar, ritskoðun á þig hér er ekki bundinn því hvað skoðun þú hefur, heldur það sem þú lætur útúr þér sem ekki hafa sömu skoðun og þú. Þess vegna styð ég þá hugmynd þína sem þú nefnir ótrúlegt enn satt í lok ath.semdar kl.12:17.

Pálmi Freyr Óskarsson, 9.3.2014 kl. 17:10

6 identicon

Veturinn í Evrópu og Skandinavíu hefur afskaplega mildur, öfugt við það sem verið hefur hér á landi, þar sem hann hefur víðast verið mjög úrkomusamur og fekar svalur (engin sérstök hlýindi, og hiti sjalda farið yfir 4 stig).

Í Evrópu og Skandinavíu var vorblíða í janúar og febrúar, og nú í mars er sumarið komið þarna úti, (sjá t.d hér þessa frétt frá Danmörku: http://www.bt.dk/danmark/sol-over-danmark-her-slog-de-141-aar-gammel-varmerekord).

Enn megum við hinsvegar hér á landi glíma við miklar snjókomur og kulda næstu vikurnar.

8. Apríl verða liðnir 6 mánuðir síðan fyrsti snjórinn kom í Reykjavík og þenna apríldag má telja víst að snjói áfram hér.

Vegna mikilla hlýinda í Evrópu og Skandinavíu nú í vetur, er almennt búist við mjög góðu sumri þar sem verður langt, sólríkt og hlýtt.

Hér á landi mun hinsvegar úrkoman halda áfram, svo sumarið verður vætusamt, sólarlítið og svalt, alveg eins og í fyrra.

Björn Logason (IP-tala skráð) 10.3.2014 kl. 00:10

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er kannski kominn tími á að meðalhiti mars verði undir frostmarki en það hefur hann ekki orðið síðan 1999 en sá mánuður var þriðji marsmánuur í röð undir frostmarki og 18 eru þeir frostbræðurnir í mars eftir 1960. Apríl gæti jafmvel líka orðið undir eða um frostmarkið eins og öndvegis árið 1953! Án þess að nokkuð sérstakt væri um að vera í heimsmálunum!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.3.2014 kl. 00:51

8 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Nú, dó ekki Stalín þetta vorið?

Torfi Kristján Stefánsson, 10.3.2014 kl. 10:11

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kannski fer þá Pútin núna!

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.3.2014 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 156
  • Sl. viku: 1934
  • Frá upphafi: 2412598

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1687
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband